Þess vegna er Wagyu nautakjöt svona fokdýrt

Fróðleiksmolar | 2. október 2024

Þess vegna er Wagyu nautakjöt svona fokdýrt

Fyrir þá sem ekki vita þá vísar Wagyu til allra japanskra nautgripa, þar sem „Wa“ þýðir japanskt og „gyu“ þýðir kýr. Wagyu er upprunnið frá Japan og er alþekkt fyrir að vera nautakjöt í hæsta gæðaflokki hvað varðar gæði, bragð, áferð og hversu mikið kjötið er fitusprengt.

Þess vegna er Wagyu nautakjöt svona fokdýrt

Fróðleiksmolar | 2. október 2024

Wagyu er upprunnið frá Japan og er alþekkt fyrir að …
Wagyu er upprunnið frá Japan og er alþekkt fyrir að vera nautakjöt í hæsta gæðaflokki hvað varðar gæði, bragð, áferð og hversu mikið kjötið er fitusprengt. Ljósmynd/Unsplash

Fyrir þá sem ekki vita þá vísar Wagyu til allra japanskra nautgripa, þar sem „Wa“ þýðir japanskt og „gyu“ þýðir kýr. Wagyu er upprunnið frá Japan og er alþekkt fyrir að vera nautakjöt í hæsta gæðaflokki hvað varðar gæði, bragð, áferð og hversu mikið kjötið er fitusprengt.

Fyrir þá sem ekki vita þá vísar Wagyu til allra japanskra nautgripa, þar sem „Wa“ þýðir japanskt og „gyu“ þýðir kýr. Wagyu er upprunnið frá Japan og er alþekkt fyrir að vera nautakjöt í hæsta gæðaflokki hvað varðar gæði, bragð, áferð og hversu mikið kjötið er fitusprengt.

Wagyu kjötbitinn kostar skildinginn og er eflaust ekki alltaf fyrsta val hjá mörgum gestum á matseðlum veitingahúsa þar sem boðið er upp á þessa dýrðar steik. Draga má þá ályktun að hár verðmiði Wagyu nautakjöts endurspegli einfaldlega gæði, áferð og áberandi bragð kjötsins. Allt má það rekja til hvernig ræktun nautgripanna fer fram með óvenjulegri umhyggju og natni ræktendanna sem og nautgripirnir er á sérvöldu fæði.

Munurinn á Wagyu nautakjöti og venjulegu nautakjöti

Wagyu nautakjöt er almennt talið safaríkara, mýkra og bragðmeira en hefðbundið nautakjöt. Það sem gerir Wagyu nautakjöt einstakt er hversu vel fitusprengt það er sem þýðir með öðrum orðum að fitan dreifist jafnt og ríkulega og bráðnar hreinlega eins og smjör í munninum sem gefur kjötinu einstakt bragð og áferð. Eftirminnilegt og ógleymanlegt bragð sem og mýkt Wagyu nautakjötsins skapar óviðjafnanlega matarupplifun sem leynir sér ekki og margir aðdáendur Wagyu nautakjötsins segja að bragð og áferð kjötsins sé algjörlega himneskt.

Hver er prísinn á Wagyu?

Lausleg könnun Matarvefsins sýnir að verð per. kíló er í kringum 40.000 íslenskra króna hjá söluaðilum. Fáeinir veitingastaðir hérlendis bjóða upp á Wagyu kjöt en yfirleitt er það sett fram sem 90 - 100 gramma réttur á matseðli. Þeir sem hafa dálæti á Wagyu kjöti horfa ekki endilega á það sem aðalrétt heldur sem smakkrétt en verðmiðinn er nálægt 5.000 – 6.000 íslenskar krónur á  per. 90 – 100 grömm.

Safaríkt og gott á grillið.
Safaríkt og gott á grillið. Ljósmynd/Unsplash

Er Wagyu þess virði?

Wagyu kjöt er sannarlega fokdýr vara og það er ekkert óeðlilegt við það að hugsa sig tvisvar um hvort það eigi að hrökkva eða stökkva þegar Wagyu er annars vegar á matseðlinum eða hreinlega blasir við þér í kjötborðinu. Hér eru nokkur góð rök til að íhuga þegar þú stendur frammi fyrir því að velja eða hafna:

  • Án efa kjötvara í fremsta og hæsta gæðaflokki.
  • Meyrt og bráðnar sannarlega í munni eins og bráðið smjör.
  • Afburðar vel fitusprengt kjöt sem tryggir áberandi betri kjötgæði og bragð.
  • Safaríkt og bragðgott kjöt. 

Himneskt og mjúkt undir tönn

Að lokum eru það kostir og fjölhæfni Wagyu kjötsins. Þú getur klárlega grillað það, brasað eða pönnusteikt, matreitt það sem „souis vide“ eða hreinlega bara hakkað það í eðal hamborgara ef sá gállinn er á þér. Hvaða leið sem er valin þá er nokkuð víst að þú getur  fengið undursamlega útkomu í hvert einasta skipti sem þú eldar Wagyu kjöt. 

Hér má sjá Wagyu kjöt að betri gerðinni í kjötbúðinni Alpinebutcher í Denver:

mbl.is