Vésteinn boðar byltingu

Dagmál | 2. október 2024

Vésteinn boðar byltingu

„Það ekkert sem bíður íþróttafólks sem er að koma út úr menntaskóla í dag, ef það er ekki á leiðinni í atvinnumennsku í fótbolta, handbolta eða körfubolta,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, í Dagmálum.

Vésteinn boðar byltingu

Dagmál | 2. október 2024

„Það ekkert sem bíður íþróttafólks sem er að koma út úr menntaskóla í dag, ef það er ekki á leiðinni í atvinnumennsku í fótbolta, handbolta eða körfubolta,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, í Dagmálum.

„Það ekkert sem bíður íþróttafólks sem er að koma út úr menntaskóla í dag, ef það er ekki á leiðinni í atvinnumennsku í fótbolta, handbolta eða körfubolta,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, í Dagmálum.

Vésteinn, sem er 63 ára gamall, var ráðinn afreksstjóri ÍSÍ í janúar á síðasta ári eftir afar farsælan feril í íþróttum, fyrst sem kringlukastari og síðar sem afreksþjálfari.

Markmiðið að breyta þessu

Vésteinn boðar ákveðna byltingu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk og hefur mikla trú á því að tillagan nái fram að ganga.

„Þessir krakkar þurfa að fara vinna átta tíma á dag og þau hafa ekki einu sinni efni á því að leigja sér íbúð, því leigan er svo dýr hérna á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Vésteinn.

„Við ætlum að reyna að breyta þessu og markmiðið er að þessir krakkar fái íbúð, bíl, rúm og mat á hagstæðu verði.

Það yrði sem sagt ákveðin framfærsla inn í þessu, sem og vörur og þjónusta, og ef við búum til svona kerfi á Íslandi, með stórum atvinnurekendum og ríkinu, þá er þetta vel gerlegt,“ sagði Vésteinn meðal annars.

Viðtalið við Véstein í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Vésteinn Hafsteinsson.
Vésteinn Hafsteinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is