Anna Fríða Gísladóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðssviðs Nóa Síríus. Þá hafa Símon Gísli Símonarson og Rósa María Guðjónsdóttir tekið við stöðum viðskiptastjóra lykilviðskiptavina
Anna Fríða Gísladóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðssviðs Nóa Síríus. Þá hafa Símon Gísli Símonarson og Rósa María Guðjónsdóttir tekið við stöðum viðskiptastjóra lykilviðskiptavina
Anna Fríða Gísladóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðssviðs Nóa Síríus. Þá hafa Símon Gísli Símonarson og Rósa María Guðjónsdóttir tekið við stöðum viðskiptastjóra lykilviðskiptavina
Þetta kemur fram í tilkynningu Nóa Síríus.
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, forstjóri Nóa Síríus, segir að undanfarið hafi verið unnið að breytingum á skipuriti fyrirtækisins til þess að tryggja hagræðingu í rekstri.
„Ytri áhrif og þróun á heimsmarkaðsverði á lykil hrávöru og öðrum aðföngum hafi verið óhagstæð og hækkanir ekki gengið til baka. Til að mæta þessum hækkunum og lágmarka verðhækkanir frá Nóa Síríus hafi þurft að bregðast við og lækka kostnað,“ segir í tilkynningunni.
Í framangreindum breytingum hefur verið skerpt á mikilvægi náins samstarfs við lykilviðskiptavini fyrirtækisins, að er kemur fram í tilkynningunni.
Símon Gísli Símonarson og Rósa María Guðjónsdóttir hafa þegar tekið við stöðum viðskiptastjóra lykilviðskiptavina en þau hafa starfað hjá Nóa Síríus um árabil.
Anna Fríða hefur víðtæka reynslu af margvíslegum markaðsstörfum og hefur m.a. starfað sem forstöðumaður markaðsmála hjá Play, Global Brand & Campaign Manager hjá BIOEFFECT og sem framkvæmdastjóri markaðsdeildar hjá Domino’s pizza.
„Með breytingum þessum styrkir Nói Síríus enn frekar stöðu sína sem öflugt sölu og markaðsfyrirtæki sem framleiðir vörur sem hafa verið hluti af sögu þjóðarinnar í yfir 100 ár.“