Örlítið fleiri eru hlynntir en andvígir borgarlínu og hefur stuðningurinn við slíkar framkvæmdir aðeins aukist frá fyrra ári. Hins vegar hefur stuðningurinn minnkað nokkuð sé horft nokkur ár aftur í tímann. Íbúar í Reykjavík eru áberandi hlynntari borgarlínunni en íbúar nágranna sveitarfélaga Reykjavíkur. Þó eru fleiri hlynntir borgarlínu en andvígir á öllu höfuðborgarsvæðinu, en íbúar á landsbyggðinni eru frekar andvígir hugmyndinni en hlynntir.
Örlítið fleiri eru hlynntir en andvígir borgarlínu og hefur stuðningurinn við slíkar framkvæmdir aðeins aukist frá fyrra ári. Hins vegar hefur stuðningurinn minnkað nokkuð sé horft nokkur ár aftur í tímann. Íbúar í Reykjavík eru áberandi hlynntari borgarlínunni en íbúar nágranna sveitarfélaga Reykjavíkur. Þó eru fleiri hlynntir borgarlínu en andvígir á öllu höfuðborgarsvæðinu, en íbúar á landsbyggðinni eru frekar andvígir hugmyndinni en hlynntir.
Örlítið fleiri eru hlynntir en andvígir borgarlínu og hefur stuðningurinn við slíkar framkvæmdir aðeins aukist frá fyrra ári. Hins vegar hefur stuðningurinn minnkað nokkuð sé horft nokkur ár aftur í tímann. Íbúar í Reykjavík eru áberandi hlynntari borgarlínunni en íbúar nágranna sveitarfélaga Reykjavíkur. Þó eru fleiri hlynntir borgarlínu en andvígir á öllu höfuðborgarsvæðinu, en íbúar á landsbyggðinni eru frekar andvígir hugmyndinni en hlynntir.
Þetta er meðal þess sem sjá má í könnun Maskínu um afstöðu landsmanna til borgarlínu, en fyrirtækið hefur verið með slíkar mælingar um áraskeið.
Í nýjustu könnuninni, sem framkvæmd var í síðasta mánuði, segjast 37% landsmanna hlynntir borgarlínu. 30% eru í meðallagi hlynntir og 33% andvígir.
Á sama tíma í fyrra voru 36% hlynntir, 28% sögðust í meðallagi hlynntir og 36% voru andvígir.
Þegar horft er til áranna 2018-2021 voru á bilinu 45-54% hlynntir og 22-28% andvígir.
Búseta skiptir miklu um afstöðu fólks til borgarlínuverkefnisins. Í Reykjavík er næstum helmingur sem segist hlynntur verkefninu, eða 48%. 20% segjast í meðallagi hlynntir og 32% eru andvígir.
Í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru talsvert færri hlynntir, eða 36% á móti 35% sem eru andvígir. Enn eru því fleiri hlynntir en andvígir. Á landsbyggðinni eru hins vegar 25% hlynntir framkvæmdinni og 34% andvígir.
Afstaða kynjanna er nokkuð jöfn þegar kemur að því að vera hlynntur borgarlínu, eða um 37% hjá báðum kynjum.
Konur eru hins vegar mun líklegri til að vera í meðallagi hlynntar framkvæmdinni meðan karlar eru mun líklegri til að vera andvígi.
Þannig eru 39,8% karla andvígir borgarlínu og eru þeir þar með fleiri en þeir sem eru hlynntir.
Andstaða við borgarlínu hækkar með aldri og er mest í hópi 60 ára og eldri, eða 44,6%. Þeir sem eru hlynntir eru hins vegar flestir í yngri aldurshópum og eru 44,5% þeirra sem eru 30-39 ára hlynntir borgarlínu.
Þá er stuðningur við borgarlínu mun meiri hjá fólki sem er komið með háskólapróf (53,7% en þeim sem hafa efstu menntun sem framhaldsskólapróf (30,3%) eða grunnskólapróf (20,4%).
Stuðningur við borgarlínu er mestur hjá kjósendum Vinstri grænna (85,9%), Pírata (67,3%) og Samfylkingar (64,4%). Fæstir stuðningsmenn Miðflokksins eru hins vegar hlynntir borgarlínu, eða aðeins 7% og hjá Sjálfstæðisflokki þar sem stuðningurinn er 22,1%.
Könnunin var framkvæmd dagana 16. til 24. september og voru svarendur 1.067. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr þjóðskrá. Svör eru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofu um kyn, aldur, búsetu og menntun.