Greindi frá eigin andláti á samfélagsmiðlum

Instagram | 3. október 2024

Greindi frá eigin andláti á samfélagsmiðlum

Ástralska sjónvarpskonan Fiona MacDonald kvaddi fjölskyldu sína, vini og aðdáendur með einlægum orðum á samfélagsmiðlasíðunni Instagram í gærdag, aðeins örfáum klukkustundum eftir að hún fór yfir í sumarlandið. Systir MacDonald birti færsluna að beiðni sjónvarpskonunnar ástsælu.

Greindi frá eigin andláti á samfélagsmiðlum

Instagram | 3. október 2024

Fiona MacDonald háði þriggja ára hetjulega baráttu við taugahrörnunarsjúkdóminn MND.
Fiona MacDonald háði þriggja ára hetjulega baráttu við taugahrörnunarsjúkdóminn MND. Skjáskot/Instagram

Ástralska sjónvarpskonan Fiona MacDonald kvaddi fjölskyldu sína, vini og aðdáendur með einlægum orðum á samfélagsmiðlasíðunni Instagram í gærdag, aðeins örfáum klukkustundum eftir að hún fór yfir í sumarlandið. Systir MacDonald birti færsluna að beiðni sjónvarpskonunnar ástsælu.

Ástralska sjónvarpskonan Fiona MacDonald kvaddi fjölskyldu sína, vini og aðdáendur með einlægum orðum á samfélagsmiðlasíðunni Instagram í gærdag, aðeins örfáum klukkustundum eftir að hún fór yfir í sumarlandið. Systir MacDonald birti færsluna að beiðni sjónvarpskonunnar ástsælu.

MacDonald háði þriggja ára hetjulega baráttu við taugahrörnunarsjúkdóminn MND sem að lokum lagði hana að velli. Hún var 67 ára gömul.

„Kæru vinir, það er komið að kveðjustund. Mig langaði ekki að deyja en tilhugsunin um að yfirgefa sárþjáðan gaf mér sálarró. Síðustu mánuðir voru mér erfiðir. Ég hélt engu niðri og svalt, varð bara veikari og veikari.

Megi vindurinn ávallt vera við bakið á þér, megi sólin skína hlýtt á andlit þitt, megi regnið falla mjúklega yfir akra þína þar til við hittumst á ný” stóð meðal annars í kveðjuorðum sjónvarpskonunnar.

MacDonald lætur eftir sig tvo syni sem voru hjá henni þegar hún lést.

mbl.is