Vandamál sem margar stelpur þurfa að takast á við

Dagmál | 3. október 2024

Vandamál sem margar stelpur þurfa að takast á við

„Ég held að það séu margir íþróttamenn sem hafa þurft að takast á við þetta vandamál,“ sagði crossfitkonan Sólveig Sigurðardóttir í Dagmálum.

Vandamál sem margar stelpur þurfa að takast á við

Dagmál | 3. október 2024

„Ég held að það séu margir íþróttamenn sem hafa þurft að takast á við þetta vandamál,“ sagði crossfitkonan Sólveig Sigurðardóttir í Dagmálum.

„Ég held að það séu margir íþróttamenn sem hafa þurft að takast á við þetta vandamál,“ sagði crossfitkonan Sólveig Sigurðardóttir í Dagmálum.

Sólveig, sem er 29 ára gömul, tilkynnti á síðasta ári að hún væri hætt að keppa í crossfit og kom sú ákvörðun mörgum á óvart enda var hún efsti Íslendingurinn á heimslistanum í crossfit á þeim tíma.

Finnst þú ekki nægilega góður

Sólveig byrjaði að æfa crossfit árið 2013 en hún upplifði lengi vel að hún ætti ekki heima í íþróttinni þar sem hún væri ekki með sama íþróttabakgrunn og margar af þeim sem hún var að keppa við.

„Ég held að þetta sé vandamál sem sé einkennandi fyrir margar stelpur,“ sagði Sólveig.

„Þér finnst þú ekki vera nægilega góður, þú lítur ekki íþróttamannslega út og hvernig átt þú að geta keppt við hinar og þessar sem þér finnst líta betur út en þú.

Mér hefur aldrei fundist ég passa inn í þetta hlutverk eða eiga erindi í þetta, þó ég hafi sýnt það, einfaldlega vegna þess að ég var ekki í íþróttum sem krakki,“ sagði Sólveig meðal annars.

Viðtalið við Sólveigu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Sólveig Sigurðardóttir.
Sólveig Sigurðardóttir. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is