Íslenska fyrirtækið Lyfja hefur hlotið tilnefningu sem verslun ársins í flokki apóteka á evrópsku verðlaunahátíðinni European Natural Beauty Awards. Verðlaunin verða veitt þann 9. október næstkomandi. Þau fyrirtæki sem eru tilnefnd eru þau sem hafa tekið eftirtektarverð skref í að veita neytendum aðgengi að vönduðum og áreiðanlegum upplýsingum um húð- og snyrtivörur.
Íslenska fyrirtækið Lyfja hefur hlotið tilnefningu sem verslun ársins í flokki apóteka á evrópsku verðlaunahátíðinni European Natural Beauty Awards. Verðlaunin verða veitt þann 9. október næstkomandi. Þau fyrirtæki sem eru tilnefnd eru þau sem hafa tekið eftirtektarverð skref í að veita neytendum aðgengi að vönduðum og áreiðanlegum upplýsingum um húð- og snyrtivörur.
Íslenska fyrirtækið Lyfja hefur hlotið tilnefningu sem verslun ársins í flokki apóteka á evrópsku verðlaunahátíðinni European Natural Beauty Awards. Verðlaunin verða veitt þann 9. október næstkomandi. Þau fyrirtæki sem eru tilnefnd eru þau sem hafa tekið eftirtektarverð skref í að veita neytendum aðgengi að vönduðum og áreiðanlegum upplýsingum um húð- og snyrtivörur.
Undanfarin ár eru neytendur farnir að vera sífellt meðvitaðri um innihaldsefni í húð- og snyrtivörum. Úrvalið hefur heldur aldrei verið meira og aukinn áhugi er á aðgengi að skýrum upplýsingum um vörurnar sem eru til sölu.
„Það er mikill heiður fyrir Lyfju að fá tilnefningu til European Natural Beauty Awards og að okkar vegferð veki athygli utan landsteinanna. Við tökum þessari viðurkenningu sem hvatningu til að áfram á sömu braut, en undanfarin ár höfum við tekið stefnumiðuð skref í átt að því að auka lífsgæði með bættri heilsu með vöruúrvali okkar, þjónustu og markaðsskilaboðum ,“ segir Karen Ósk Gylfadóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og vörusviðs og stafrænna lausna hjá Lyfju í fréttatilkynningu.
Heimur innihaldslýsinga getur verið flókinn og illskiljanlegur fyrir hinn almenna neytenda en Lyfja hefur lagt áherslu á að fræða og votta hreinar vörur í hillum verslanna og á vefsíðu sinni. Eins vinnur Lyfja að því að auka aðgengi að hreinum, náttúrulegum og lífrænum vörum með Heilsuhúsinu sem er inn í stærstu verslunum þeirra.