Lífstílstímaritið Glamour hefur gefið út sinn árlega lista yfir konur ársins.
Lífstílstímaritið Glamour hefur gefið út sinn árlega lista yfir konur ársins.
Lífstílstímaritið Glamour hefur gefið út sinn árlega lista yfir konur ársins.
Á hverju ári heiðrar fjölmiðillinn nokkrar konur sem skarað hafa fram úr á sínu sviði, haft mikil áhrif og veitt öðrum innblástur.
Listinn í ár inniheldur Ólympíuhafa, aðgerðasinna, leikkonur og mæður nokkurra áhrifamikilla einstaklinga, en tólf stórglæsilegar konur prýða forsíðu tímaritsins í ár.
Á listanum má meðal annars finna íþróttakonurnar Serenu Williams og Suni Lee, leikkonurnar Taraji P. Henson og Pamelu Anderson og mæður Selenu Gomez, Billie Eilish, Beyoncé og Travis Kelce, sem hafa allar átt stóran þátt í velgengni barna sinna.