Margir hafa hætt að vinna fyrir Harry og Meghan upp á síðkastið og hefur það vakið athygli fjölmiðla. Blaðamannafulltrúi þeirra til tveggja ára, Ashley Hansen, tilkynnti á dögunum að hún hefði sagt starfi sínu lausu til þess að stofna eigið fyrirtæki.
Margir hafa hætt að vinna fyrir Harry og Meghan upp á síðkastið og hefur það vakið athygli fjölmiðla. Blaðamannafulltrúi þeirra til tveggja ára, Ashley Hansen, tilkynnti á dögunum að hún hefði sagt starfi sínu lausu til þess að stofna eigið fyrirtæki.
Margir hafa hætt að vinna fyrir Harry og Meghan upp á síðkastið og hefur það vakið athygli fjölmiðla. Blaðamannafulltrúi þeirra til tveggja ára, Ashley Hansen, tilkynnti á dögunum að hún hefði sagt starfi sínu lausu til þess að stofna eigið fyrirtæki.
Hansen er 19. starfsmaðurinn sem hættir en starfsmannastjórinn Josh Kettler hætti eftir aðeins þrjá mánuði í starfi.
Hansen mun þó enn veita hjónunum ráðgjöf í almannatengslum.
„Við erum svo stolt af Ashley, og þá sérstaklega af henni sem kvenkyns frumkvöðull. Við hlökkum til að starfa áfram með henni á sama tíma og hún er að móta eigið fyrirtæki og byggja eitthvað einstakt,“ er haft eftir Meghan í tilkynningu.
Stutt er síðan Meghan var sökuð um að vera erfið í samskiptum af fyrrum starfsmanni og kölluð erfiða hertogynjan. Hansen tók til varnar fyrir Meghan og sagði að það væri gott að vinna fyrir hana og að hún væri mjög umhyggjusöm.
Í Hollywood Reporter var vitnað í ónefndan heimildarmann sem sagði Meghan vera harðstjóri á háum hælum. Hún fari ekki eftir ráðleggingum og hafi grætt fullorðna karlmenn á meðan hún hrópar skipanir. Þá er hjónunum lýst sem pari sem taki lélegar ákvarðanir og eru alltaf að skipta um skoðun.