Ragnar hannaði stællegt einbýli í Garðabæ

Heimili | 4. október 2024

Ragnar hannaði stællegt einbýli í Garðabæ

Ragnar Sigurðsson innanhússarkitekt hannaði afar eigulegt einbýlishús að innan á nýmóðins hátt. Innréttingarnar eru sérsmíðaðar og var vandað til á allan hátt þegar húsið var endurnýjað. 

Ragnar hannaði stællegt einbýli í Garðabæ

Heimili | 4. október 2024

Ragnar Sigurðsson innanhússarkitekt hannaði afar eigulegt einbýlishús að innan á nýmóðins hátt. Innréttingarnar eru sérsmíðaðar og var vandað til á allan hátt þegar húsið var endurnýjað. 

Ragnar Sigurðsson innanhússarkitekt hannaði afar eigulegt einbýlishús að innan á nýmóðins hátt. Innréttingarnar eru sérsmíðaðar og var vandað til á allan hátt þegar húsið var endurnýjað. 

Húsið er 300fm að stærð en það var reist 2006. Það er við Lyngholt í Garðabæ (Álftanesi) og er á einni hæð. Húsið stendur á 750fm eignarlóð. 

Stællegt eldhús

Eldhús og stofa rennan saman í eitt og er eldhúsið með sérsmíðaðri innréttingu úr bæsaðri eik. Á borðplötum er náttúrusteinn með hnausþykkum kanti sem setur svip á rýmið. Í eldhúsinu er tvöfaldur amerískur ísskápur og tveir bakaraofnar. Gaseldavél er í eyjunni. Á stóra skápaveggnum er opinn skápur með hillum sem innihalda innbyggða lýsingu. Speglar prýða botninn á skápnum og þar eru líka veggljós sem kalla fram töfrandi stemningu. 

Einstök hjónasvíta

Hjónaherbergið er sérlega notalegt en inn af því er bæði fataherbergi og baðherbergi. Í hjónaherberginu er bólstraður veggur sem býr til hlýlegt andrúmsloft. Fyrir ofan bólstra vegginn er munstrað veggfóður sem er sérvalið við innréttingar. 

Eins og sjá má á myndunum er heimilið einstaklega eigulegt og fallegt. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Lyngholt 7

mbl.is