Skýrsla um Hvassahraun „vonbrigði“

Reykjavíkurflugvöllur | 4. október 2024

Skýrsla um Hvassahraun „vonbrigði“

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir vonbrigði að niðurstaða skýrslu um hentisemi Hvassahrauns sem flugvallarsvæðis hafi ekki skilað neinum óyggjandi niðurstöðum. 

Skýrsla um Hvassahraun „vonbrigði“

Reykjavíkurflugvöllur | 4. október 2024

,,Eftir 4 ár við gerð þessarar skýrslu um Hvassahraun er …
,,Eftir 4 ár við gerð þessarar skýrslu um Hvassahraun er ekki óyggjandi niðurstaða einu sinni fengin," segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Samsett mynd

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir vonbrigði að niðurstaða skýrslu um hentisemi Hvassahrauns sem flugvallarsvæðis hafi ekki skilað neinum óyggjandi niðurstöðum. 

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir vonbrigði að niðurstaða skýrslu um hentisemi Hvassahrauns sem flugvallarsvæðis hafi ekki skilað neinum óyggjandi niðurstöðum. 

„Eftir 4 ár við gerð þessarar skýrslu um Hvassahraun er ekki óyggjandi niðurstaða einu sinni fengin. Þetta segir mér fyrst og fremst að það hafi verið mistök að byggja ekki upp aðstöðuna á Reykjavíkurflugvelli. Við höfum í rauninni verið í áratugi með bráðabirgðaaðstöðu þar,“ segir Bjarni eftir ríkisstjórnarfund í dag. 

Takmörk fyrir fjármunum 

Hann segir að velta megi upp hvort ekki hafi nægjanlegu fé verið veitt í að skoða þessi mál þegar við blasi að engin sannfærandi valkostur hafi fundist fyrir nýjan flugvöll. 

„Ég tek undir að það eru takmörk fyrir því hversu lengi menn eiga að veita fjármunum í að skoða sömu hlutina aftur og aftur. En í þessu tilviki með skýrsluna um Hvassahraun þá eru það sérstaklega vonbrigði að niðurstaðan skili ekki meira afgerandi niðurstöðu,“ segir Bjarni. 

Eftir að skýrslan var kynnt hafa eldfjalla og jarðfræðingar stigið fram og sagt stæðið óheppilegt með tilliti til eldvirkni á svæðinu. Kostnaður við skýrsluna var um 170 milljónir króna. 

Sífelldar endurtekningar 

Út á við hljómar þetta eins og fjáraustur í óþarfa. Samsinnir þú því? 

„Það má segja að menn eigi ekki að láta kostnað við að skoða þetta halda aftur af sér. En einmitt vegna þess að við erum að fjárfesta peningum og tíma í að skoða þetta, þá vill maður afgerandi niðurstöðu. Á sama tíma höldum hins vegar áfram að skoða Reykjavíkurflugvöll, framtíð hans og valkosti. Því finnst manni maður staddur í sífelldum endurtekningum. Þetta hefur ítrekað verið kosningamál í Reykjavík. Niðurstaðan er sú að árið 2024 eftir áratuga umræðu er ekki ennþá kominn skýr valkostur við Reykjavíkurflugvöll og við höfum allan þennan tíma ekki sinnt því að byggja upp aðstöðuna þar þannig að hún sé til sóma og í samræmi við það lykilhlutverk sem hún gegnir í innanlandsflugi,“ segir Bjarni.     

mbl.is