Stjörnuspá Siggu Kling vekur athygli

Stjörnuspá Siggu Kling | 4. október 2024

Stjörnuspá Siggu Kling er lent

Sigríður Klingenberg, Sigga Kling, skoðaði stjörnurnar og segir að hrúturinn þurfi að vera skipulagðari í október. Á sama tíma fer andleg orka fisksins upp á við. Hvernig verður október fyrir fólk í nautsmerkinu? 

Stjörnuspá Siggu Kling er lent

Stjörnuspá Siggu Kling | 4. október 2024

Sigga Kling spáir í október.
Sigga Kling spáir í október. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Sigríður Klingenberg, Sigga Kling, skoðaði stjörnurnar og segir að hrúturinn þurfi að vera skipulagðari í október. Á sama tíma fer andleg orka fisksins upp á við. Hvernig verður október fyrir fólk í nautsmerkinu? 

Sigríður Klingenberg, Sigga Kling, skoðaði stjörnurnar og segir að hrúturinn þurfi að vera skipulagðari í október. Á sama tíma fer andleg orka fisksins upp á við. Hvernig verður október fyrir fólk í nautsmerkinu? 

Hrútur: Lífið er að hrista þig til

Hrúturinn er frá 21. mars til 19. apríl.

Elsku Hrúturinn minn, Þetta er svo sannarlega þinn tími að breyta lífi þínu, bæta það svo um munar.

Fullt tungl í hrútsmerki er þann 17. október. Á þessum tíma eru miklir möguleikar á nýju sambandi í ástinni og líka mikil spenna, sú spenna gæti reyndar brotið einhver sambönd sem standa tæpt.

Þú þarft að vera alveg á tánum þennan mánuð og vera athugull varðandi allt í kringum þig. Passa þarftu sérstaklega að gleyma ekki hvað þú átt að gera, þú þarft að verða skipulagðari en þú ert vanur að vera. Þó margir hrútar séu skipulagðir er tíminn til að tvöfalda það.

Lesa meira

Naut: Ekki vera of fljótfær

Nautið er frá 20. apríl til 20. maí.

Elsku Nautið mitt, það eru erfiðir tímar búnir að vera og einhvers konar skerðing á andlegri eða líkamlegri líðan þinni.  Svo þú þarft núna að hjálpa alheimsorkunni að hjálpa þér og þarft að hafa þá hugsun á hreinu að þú lætur ekkert stoppa þig og engan berja þig niður.

Þegar þetta er alveg smogið inn í hjartarótina þína flýgurðu í gegnum það myrkur sem er í kringum þig.  Myrkrið tengist ekki þér, þú ert með allt í góðu en þetta myrkur er að trufla. Hafðu mikið ljós heima hjá mér, nýttu þér mátt móður jarðar. Þegar maður labbar berfættur út gefur móðir jörð þér rafkleyf efni (e. electrolytes) og það er efni sem hreinsar og endurnýjar líkamann þinn.

Lesa meira.


Tvíburar: Þú ert undir regnboganum

Tvíburinn er frá 21. maí til 20. júní.

Elsku Tvíburinn minn, það er alltaf svo mikið í gangi hjá þér. Þú veður yfir polla og hleypur fram hjá eldi og hraðinn er þá í fimmta gír, og þú ert jafnvel enn í gíra þig upp.

Þetta haust verður mjög merkilegt, þú dettur í lukkupottinn sambandi við eitthvert verkefni eða vinnu, eða það mun koma í ljós að þú átt peninga inni einhvers staðar. Skoðaðu vel og vandlega þessa hluti.

Skapið hjá þér er eins og veðurfarið á Íslandi því hjarta þitt slær í takt við sólina. Þess vegna ertu fullur af orku og hugmyndum. Þú ert búinn að vera að hjálpa svo mörgum, hvort sem þú ert meðvitaður um það eður ei og það laðast að þér ólíklegasta fólk af ólíkum toga og þú átt að taka því opnum örmum.

Lesa meira. 

Krabbi: Trúin flytur fjöll

Krabbinn er frá 21. júní til 22. júlí.

Elsku Krabbinn minn, þú yndislega lífvera sem geislar eins og ljósið hennar Yoko Ono sem staðsett er í Viðey.

Samt verður þú að vita að þú getur ekki gert öllum til hæfis, ert svolítið búinn að halda á mörgum bökkum fullum af ýmiss konar fólki og annarra manna vandamálum. Þetta gerir það að verkum að þú tæmir þig gersamlega og að sjáir ekki að þetta mikla ljós sem frá þér stafar – það lýsir fyrir þig!

Það er bara svoleiðis að þú færð ekkert þakklæti fyrir það sem þú ert að gefa af þér svo þakkaðu þér sjálfum, í hvert skipti sem þú gefur eitthvað stækkar sálin þín þannig gefðu skilyrðislaust af þér Það er ferðlag framundan, eitthvað sem skiptir miklu máli.

Lesa meira. 

Ljón: Röddin er söngur sálarinnar 

Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst.

Elsku Ljónið mitt, lífið er búið að vera í erfiðum hrynjanda undanfarið. Það eru óvæntir hlutir sem hafa skotist upp á yfirborðið og valdið kvíða eða hræðslu.

Gerðu þér samt grein fyrir að kvíðinn stöðvar þig ekki heldur gerir þig sterkari og staldrar bara stutt við. Taktu sterkar ákvarðanir og stattu við þær. Notaðu allt þitt afl til að hreyfa við þeim sem geta hjálpað þér út úr erfiðleikunum.

Það er aldrei skammarlegt að detta, en að standa ekki upp fer þér engan veginn. Þér finnist að það sé ekki kraftur til en hann er svo sannarlega til og er miklu miklu öflugri en þú heldur og þú veður í gegnum fjöll þegar þess þarf. Þú ert sérstaklega kraftmikill þegar þú færð enga aðstoð.

Lesa meira. 

Meyja: Ekki drepa tímann

Meyjan er frá 23. ágúst til 22. september.

Elsku Meyjan mín, þú ert búin að vera svo skrambi dugleg og með sterkar skoðanir samt sem áður á öllu.

Láttu þær ekki hindra þig í neinu, ekki slást við neinn, þá ert þetta skothelt tímabil. Október gefur þér betri innsýn og yfirsýn á allt. Þú átt að horfa í spegilinn og talaðu við sjálfa þig og ráðlegðu sjálfri þér hvað þú átt að gera því þú veist réttu svörin og þarft ekki að leita neinna ráðandi hvað þau varðar.

Ef þú ert á vinnumarkaðnum er lagt á þig meira álag en hefur verið áður svo þú þarft að hafa skýr mörk. Þetta getur einnig tengst skólagöngu og þú ætlir þér of mikið á stuttum tíma. Gefðu þér tíma, því þú átt tímann, ekki drepa hann! Sterkur kraftur er í fjölskyldunni þinni, sigrar eða verðlaun og gæti þetta jafnvel átt við um þig og þú ert spennt að sjá hvað gerist.

Lesa meira. 

Vog: Allt gengur upp á síðustu metrunum

Vogin er frá 23. september til 22. október.

Elsku Vogin mín, þetta er svo rosalega litríkur og í raun fallegur mánuður sem þú ert að fara inn í.

Þetta er að sjálfsögðu þinn tími, því þú átt afmæli, sem er eins og áramót hjá þér því endalok fylgja upphafi. Nákvæmlega eins og þegar áramótin eru, þá hugsar maður aftur í tímann hvað gekk vel, svo hugsar maður um næsta ár, að breyta og bæta.

Nú er þinn tími, tími sjálfsskoðunar og þú þarft ekki að taka stór skref en einhver verður þú hins vegar að taka til að bæta og breyta. Þú færð svo mikið flæði af góðri orku til að geta það. Það stoppar þig ekkert en taktu bara einn dag í einu því annars kallar þú á stressið sem á ekkert heima hjá þér.

Lesa meira. 

Sporðdreki: Þú flýgur hátt

Sporðdrekinn er frá 23. október til 21. nóvember.

Elsku Sporðdrekinn minn, það virðist vera sem þú sért að breytast í fiðrildi því það eru svo sterk sérkennileg og merkileg tákn í kringum þig.

Láttu þér fátt um finnast þó allir séu ekki endilega sammála þér og vilja að þú gerir eitthvað öðruvísi en þú ert að gera. Þú ert á réttri braut og ert að breiða út vængina og þú munt fljúga hátt.

Eins og þú sért í keppni og þó það sé hindrunarhlaup kemurðu sem sigurvegari út úr því og færð bikarinn, þreyttur og slappur og marinn og ýmislegt annað en það er bara það sem kallast lífið og það er alls konar. Í eðlinu ertu svo ástríðufullur og getur stundum verið svolítið óþekkur en það skreytir bara lífið svo þú öðlast meiri trú á þér og það er það sem gildir.

Lesa meira. 

Bogmaður: Lífið leysir allt fyrir þig

Bogmaðurinn er frá 22. nóvember til 21. desember.

Elsku Bogmaðurinn minn, það vilja allir með þér vinna og vera með þér þegar allt gengur súpervel.

Þú sérð það betur þegar þig vantar aðstoð í raun hverir eru raunverulegir vinir þínir. Þú átt góða vini sem munu sigla með þér alveg sama hvað gerist. Þú sérð bæði og finnur að það eru búnar að eiga sér stað miklar breytingar á þér, þú lítur betur út og allt annar andi er yfir sjálfinu eða sjálfum þér.

Þú gerir svo margt öðruvísi en áður en vanalega. Þú tekur áhættu þó með því að bjóða breytingar velkomnar, aðlaga þig að hlutum sem þú bjóst ekki við þú myndir gera og þér er að bjóðast nýtt hlutverk í bíómyndinni „Lífið“. Og það fylgir þér einhver einhver ólýsanleg heppni, hefur alltaf verið og mun alltaf vera.

Lesa meira. 

Steingeit: Tilvera þín snýst 180° 

Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar.

Elsku Steingeitin mín, einn daginn er allt 100% og lífið leikur við þig. Svo á örskammri stundu finnst þér þú vera að drukkna.

Það er sérkennileg orka í himingeimnum svo þú finnur ekki alveg hvernig þú leysir öll mál. Gerðu bara eitt í einu, ljúktu við eitt mál í einu. Því lífið gerist á hárréttum tíma og þú færð svo góðar fréttir sem breyta afstöðu þinni þegar líða tekur á mánuðinn og um er að ræða sérstaklega góða og sterka dagar.

Fulla tunglið í hrútnum gefur svo mikinn ofurkraft og 17. október og 25. október finnur þú fyrir svo miklum létti og óskir þínar rætast hver af annarri. Þó þú sért jarðbundin og sterk ertu gædd svo ríku innæi sem þú notar ekki eins oft og þú þyrftir að gera.

Lesa meira. 

Vatnsberi: Það þarf ekki allt að gerast strax

Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar.

Elsku Vatnsberinn minn, það eru dynja á þér alls konar leiðindi, slúður og jafnvel er sannleikurinn ekki allur sagður annað hvort við þig eða kannski veistu ekki allan sannleikann, hvort sem það kemur frá þér eða öðrum.

Þú ert svo merkilegur, máttugur og mikið góðmenni en það er uppi einhvers konar óvissa og þú veist ekki alveg hvernig þú átt að spila úr spilunum þínum. Skoðaðu vini þína, þá sem þú getur sannarlega treyst, og virkjaðu tengslanetið þitt betur.

Það eru gamlir vinir úr fortíðinni sem koma einn af öðrum, óvart eða þú hefur samband og sjáðu að lífið er ekki nein tilviljun. Ef þú ert ekki í þjótandi orku eins og venjulega þarftu að grafast fyrir um ástæðu. Finna út sjálfur hvað gefur þér drifkraft og virkja hann.

Lesa meira. 

Fiskar: Þú ert með fjarstýringuna

Fiskurinn er frá 19. febrúar til 20. mars.

Elsku Fiskurinn minn, þú ert að fara inn í svo góða tíma, það blasa við þér opnar dyr, á hreinlega hverju sem þú vilt gera.

Þú verður af einlægni og krafti að vilja það og þá klárast það verk og þú kemur þér þangað. Þín andlega orka fer hækkandi og þér er send orka, bæði í draum og vöku. Þá færðu svo sterkt á tilfinninguna hvað þú eigir að gera og það er eins og þú haldir á fjarstýringunni að lífinu þínu.

Þú skiptir að einhverju leyti um áhugamál og gæti reyndar verið búið að gerast en þróast svo sterkt núna. Það er líka svo yndislegt að sjá að þú hættir að skipta þér af öllu og því sem kemur þér ekkert við. Lífið heldur fram án þess þú stýrir því hjá þeim sem eru í kringum þig!

Lesa meira. 

mbl.is