Þetta kemur í veg fyrir að rjóminn falli

Bakstur | 4. október 2024

Þetta kemur í veg fyrir að rjóminn falli

Eftirréttadrottningin, Ólöf Ólafs­dótt­ir, konditori og fyr­rver­andi meðlim­ur ís­lenska kokka­landsliðsins gefur les­end­um Mat­ar­vefar­vefs­ins góð bakstursráð í vet­ur. Ráðin henn­ar Ólaf­ar munu nýt­ast þeim sem hafa gam­an að því að baka og skreyta kök­ur. 

Þetta kemur í veg fyrir að rjóminn falli

Bakstur | 4. október 2024

Ólöf Ólafsdóttir eftirréttadrottning Íslands kennir listina að þeyta rjóma.
Ólöf Ólafsdóttir eftirréttadrottning Íslands kennir listina að þeyta rjóma. Samsett mynd

Eftirréttadrottningin, Ólöf Ólafs­dótt­ir, konditori og fyr­rver­andi meðlim­ur ís­lenska kokka­landsliðsins gefur les­end­um Mat­ar­vefar­vefs­ins góð bakstursráð í vet­ur. Ráðin henn­ar Ólaf­ar munu nýt­ast þeim sem hafa gam­an að því að baka og skreyta kök­ur. 

Eftirréttadrottningin, Ólöf Ólafs­dótt­ir, konditori og fyr­rver­andi meðlim­ur ís­lenska kokka­landsliðsins gefur les­end­um Mat­ar­vefar­vefs­ins góð bakstursráð í vet­ur. Ráðin henn­ar Ólaf­ar munu nýt­ast þeim sem hafa gam­an að því að baka og skreyta kök­ur. 

Best að þeyta rjómann á miðlungs stillingu

„Þegar við vinnum með rjóma er mikilvægt að rjóminn sé kaldur og einnig skálin sem við þeytum rjómann í. Best er að þeyta rjómann á miðlungs stillingu þannig að loftbólurnar sem myndast í rjómanum verði litlar. Það gerir það að verkum að rjóminn haldist betur og kemur í veg fyrir að hann falli.

Ef þú þeytir rjóma á hröðustu stillingu þá myndar rjóminn stærri loftbólur og þá á rjóminn það til að falla. Gott er að hafa í huga að passa að ofþeyta rjóma ekki þegar kemur að því að þeyta rjóma í mús eða frómas því þá verður músin eða frómasinn ekki jafn stíf/stífur og áferðin þar af leiðandi mikið betri.“

Gaf út bók

Vert er að geta þess að hún gaf út bókina Ómótstæðilegir eftirréttir í samstarfi við Eddu útgáfu síðastliðinn vetur sem gerði mikla lukku en þar er að finna girnilegar uppskriftir af eftirréttum, góð ráð og heilræði fyrir bakstur og skreytingar svo fátt sé nefnt. 

mbl.is