Arnheiður útnefnd rísandi stjarna

Menning | 5. október 2024

Arnheiður útnefnd rísandi stjarna

Arnheiður Eiríksdóttir mezzósópran var útnefnd rísandi stjarna á alþjóðlegu óperuverðlaununum, Opera Awards, sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í München í liðinni viku.

Arnheiður útnefnd rísandi stjarna

Menning | 5. október 2024

Arnheiður Eiríksdóttir
Arnheiður Eiríksdóttir

Arn­heiður Ei­ríks­dótt­ir mezzósópr­an var út­nefnd rís­andi stjarna á alþjóðlegu óperu­verðlaun­un­um, Opera Aw­ards, sem af­hent voru við hátíðlega at­höfn í Þjóðleik­hús­inu í München í liðinni viku.

Arn­heiður Ei­ríks­dótt­ir mezzósópr­an var út­nefnd rís­andi stjarna á alþjóðlegu óperu­verðlaun­un­um, Opera Aw­ards, sem af­hent voru við hátíðlega at­höfn í Þjóðleik­hús­inu í München í liðinni viku.

Deildi hún verðlaun­un­um með barítón­söngv­ar­an­um Just­in Aust­in þar sem þau urðu jöfn í fyrsta sæti. Þau voru til­nefnd ásamt átta öðrum söngvur­um. Arn­heiður er fa­stráðin við Þjóðaróper­una í Prag og hef­ur vakið at­hygli í upp­færsl­um þar, m.a. fyr­ir hlut­verk Okta­vi­an í Rós­aridd­ar­an­um eft­ir Strauss.

Arn­heiður hlaut tékk­nesku sviðslista­verðlaun­in í fyrra sem óperu­söng­kona árs­ins. Arn­heiður mun í Prag 2026 syngja hlut­verk Mélis­ande í óper­unni Pelléas et Mélis­ande eft­ir Debus­sy í leik­stjórn Chri­stofs Loy, sem val­inn var leik­stjóri árs­ins á Opera Aw­ards.

Frétt­in birt­ist fyrst í menn­ing­ar­hluta Morg­un­blaðsins. 

mbl.is