Eru fjármálin jarðsprengja í vinaferðum?

Borgarferðir | 5. október 2024

Eru fjármálin jarðsprengja í vinaferðum?

Allt getur farið úrskeiðis þegar ferðast er með vinum. Þegar ólíkir persónuleikar verja miklum tíma saman þá geta komið upp deilur. Fjármál eru sérstaklega vandmeðfarin.

Eru fjármálin jarðsprengja í vinaferðum?

Borgarferðir | 5. október 2024

Misjöfn fjármál eiga ekki að koma upp á milli fólks.
Misjöfn fjármál eiga ekki að koma upp á milli fólks. Ljósmynd/Colourbox

Allt getur farið úrskeiðis þegar ferðast er með vinum. Þegar ólíkir persónuleikar verja miklum tíma saman þá geta komið upp deilur. Fjármál eru sérstaklega vandmeðfarin.

Allt getur farið úrskeiðis þegar ferðast er með vinum. Þegar ólíkir persónuleikar verja miklum tíma saman þá geta komið upp deilur. Fjármál eru sérstaklega vandmeðfarin.

Fólk fer misjafnlega með peninga og aðstæður fólks hvað fjárhag varðar geta verið afar ólíkar og spenna getur skapast.

Með góðu skipulagi er hægt að forðast misklíð og þá þarf að ræða opinskátt um þær fjárhæðir sem maður hefur til umráða fyrir ferðalagið.

Það getur verið auðvelt að gleyma sér í gleðinni á …
Það getur verið auðvelt að gleyma sér í gleðinni á ferðalögum með vinum. Fabio Alves/Unsplash

„Það er kannski óþægilegt í fyrstu en það er mikilvægt til þess að halda öllum á sama stað,“ segir Molly Benjamin fjármálaráðgjafi í viðtali við Body&Soul. 

„Gott er að ræða hvað þið viljið eyða miklu í gistingu, máltíðir, skoðunarferðir og annað. Með því að stýra væntingum frá upphafi er hægt að forðast óvænt útgjöld og þá líður öllum vel. Eins ef einhver hefur minna á milli handanna þá líður honum ekki eins og hann þurfi að taka fullan þátt í öllu.“

„Sumir vilja fara fínt út að borða öll kvöld á meðan aðrir eru í stuði fyrir eitthvað óformlegra. Það þarf að ræða þessa hluti.“

„Þá er mikilvægt að ræða hvort og hvernig þið skiptið reikningum. Það eru til dæmis til fjölmörg forrit í símann sem gera manni það kleift að skipta kostnaði.“ 

Jametlene Rskp/Unsplah
mbl.is