„Hér eru tveir flugvellir“

Reykjavíkurflugvöllur | 5. október 2024

„Hér eru tveir flugvellir“

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segist ekki vera reiðubúinn að fjármagna uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni. Spurður hvort ekki væri eðlilegt að svipast um eftir öðru flugvallarstæði til framtíðar svarar ráðherra: „Áður fyrr var talað um að mikilvægt væri að hafa tvo flugvelli hér á suðvesturhorninu, vestan Hellisheiðar, og hér eru tveir flugvellir.“

„Hér eru tveir flugvellir“

Reykjavíkurflugvöllur | 5. október 2024

Sigurður Ingi segist ekki vera reiðubúinn að fjármagna uppbyggingu flugvallar …
Sigurður Ingi segist ekki vera reiðubúinn að fjármagna uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segist ekki vera reiðubúinn að fjármagna uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni. Spurður hvort ekki væri eðlilegt að svipast um eftir öðru flugvallarstæði til framtíðar svarar ráðherra: „Áður fyrr var talað um að mikilvægt væri að hafa tvo flugvelli hér á suðvesturhorninu, vestan Hellisheiðar, og hér eru tveir flugvellir.“

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segist ekki vera reiðubúinn að fjármagna uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni. Spurður hvort ekki væri eðlilegt að svipast um eftir öðru flugvallarstæði til framtíðar svarar ráðherra: „Áður fyrr var talað um að mikilvægt væri að hafa tvo flugvelli hér á suðvesturhorninu, vestan Hellisheiðar, og hér eru tveir flugvellir.“

Segir hann að innan fárra ára verði rafmagnsflugvélar nýttar í innanlandsflug.

„Þar með verður bæði hljóðmengun og mengun af eldsneytinu horfin og flugbrautir verða hugsanlega styttri. En til lengri tíma held ég að við eigum líka að horfa á að samgöngur á vegum eru orðnar betri og öruggari, þannig að innan fárra ára verðum við komin í þá stöðu að geta horft aðeins víðar með það í huga hvar annar varaflugvöllur eigi að vera. Þá koma Suðurland og Vesturland alveg til greina.“

Útiloka ekki Hvassahraun

Sex manna starfshópur um hugsanlega byggingu flugvallar í Hvassahrauni var skipaður í júní 2020. Kostnaður við verkefnið nam um 170 milljónum króna. Niðurstöður rannsókna útiloka ekki byggingu flugvallar í Hvassahrauni.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir vonbrigði að skýrsla um hentisemi Hvassahrauns sem flugvallarsvæðis hafi ekki skilað neinum óyggjandi niðurstöðum. „Þetta segir mér fyrst og fremst að það hafi verið mistök að byggja ekki upp aðstöðuna á Reykjavíkurflugvelli. Við höfum í rauninni verið í áratugi með bráðabirgðaaðstöðu þar,“ segir hann.

Forsendur hættumatsskýrslu Veðurstofunnar, sem unnin var fyrir verkefnið, voru byggðar á stöðu þekkingar áður en eldsumbrotatímabil á Reykjanesskaga hófst árið 2021. „Við erum að læra rosalega mikið á öllum þessum atburðum sem við erum að sjá og horfa á.

Vissulega væri gott að geta tekið nýjar upplýsingar inn í alveg jafnóðum, en þetta tekur allt saman tíma og að skrifa skýrslu tekur tíma,“ segir Bergrún Arna Óladóttir jarðfræðingur og einn af höfundum hættumatsskýrslunnar.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

mbl.is