Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Emmanuel Macron Frakklandsforseta og öðrum leiðtogum vestrænna ríkja að skammast sín fyrir að kalla eftir því að banna skyldi sölu vopna til Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Emmanuel Macron Frakklandsforseta og öðrum leiðtogum vestrænna ríkja að skammast sín fyrir að kalla eftir því að banna skyldi sölu vopna til Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Emmanuel Macron Frakklandsforseta og öðrum leiðtogum vestrænna ríkja að skammast sín fyrir að kalla eftir því að banna skyldi sölu vopna til Ísraels.
Macron hvatti í dag til þess að vopnaflutningar til Ísraels yrðu stöðvaðir.
„Ég held að í dag sé forgangsatriðið að við snúum aftur til pólitískrar lausnar, að við hættum að afhenda vopn til notkunar í stríðinu á Gasa,“ sagði Macron.
„Á sama tíma og Ísraelar berjast gegn villimannaöflum undir forystu Írans, ættu öll siðmenntuð ríki að standa þétt við hlið Ísraels. Samt ætlar Macron forseti og aðrir leiðtogar Vesturveldanna nú að kalla eftir vopnasölubanni til Ísraels. Þeir ættu að skammast sín,“ sagði Netanjahú í yfirlýsingu seinna í dag.
„Er Íran að setja vopnasölubann á Hisbollah, Húta, Hamas og aðra bandamenn þeirra? Auðvitað ekki.“
Hóparnir þrír njóta stuðnings frá stjórnvöldum í Íran og eru hluti af andspyrnu þeirra gegn Ísrael.
„Hryðjuverkaöxulveldin standa saman en ríki sem eiga að vera andvíg þessum hryðjuverkahópum kalla eftir vopnasölubanni á Ísrael. Þvílík skömm!“ sagði Netanjahú.
Sagði hann að Ísraelar myndu vinna stríðið þrátt fyrir að njóta ekki stuðnings Vesturveldanna.