Þúsundir mótmælenda gengu um götur miðborgar Lundúna í dag og kölluðu eftir vopnahléi á Gasa og í Líbanon.
Þúsundir mótmælenda gengu um götur miðborgar Lundúna í dag og kölluðu eftir vopnahléi á Gasa og í Líbanon.
Þúsundir mótmælenda gengu um götur miðborgar Lundúna í dag og kölluðu eftir vopnahléi á Gasa og í Líbanon.
Stuðningsmenn Palestínumanna víðsvegar um landið hófu gönguna frá Russell-torgi til Downing-strætis þar sem þeir kröfðust að binda enda á átökin, sem hafa kostað tæplega 42 þúsund manns lífið á Gasa.
Á mánudaginn er eitt ár liðið frá því að vígahópur frá Hamas-samtökunum gerði árás á Ísrael sem leiddi til dauða 1.205 manns, aðallega óbreyttra borgara.
Hefndarárásir Ísraela hafa orðið að minnsta kosti 41.825 manns að bana á Gasa, flestir óbreyttir borgarar, samkvæmt tölum sem heilbrigðisráðuneyti svæðisins hefur gefið upp og lýst er áreiðanlegum af Sameinuðu þjóðunum.
Forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, hefur hvatt til vopnahlés á Gasa og lausn gísla í haldi Hamas, auk þess að svipta nokkur vopnaleyfi til Ísraels.