Skjálfti af stærð 4,5 varð norðaustan við Bárðarbungu klukkan 17.56 í dag.
Skjálfti af stærð 4,5 varð norðaustan við Bárðarbungu klukkan 17.56 í dag.
Skjálfti af stærð 4,5 varð norðaustan við Bárðarbungu klukkan 17.56 í dag.
Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, en sá stærsti var af stærð 2,7 samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Nokkur virkni hefur verið í öskjunni síðustu daga en engin merki eru um gosóróa.
Jarðskjálftar eru algengir í Bárðarbungu sem er sá staður á landinu þar sem flestir og stærstu skjálftar láta á sér bera.
Í gær mældust tveir skjálftar í Bárðarbungu yfir þremur að stærð. Þá mældist fimm stiga skjálfti í eldstöðinni á fimmtudaginn.
Fréttin hefur verið uppfærð.