Harðar loftárásir á Beirút í nótt

Ísrael/Palestína | 6. október 2024

Harðar loftárásir á Beirút í nótt

Ísraelar gerðu harðar árásir á suðurhluta úthverfa Beirút í Líbanon í nótt og er talið að á þriðja tug hafi fallið í árásunum.

Harðar loftárásir á Beirút í nótt

Ísrael/Palestína | 6. október 2024

Ísraelsmenn gerðu harðar árásir á suðurhluta úthverfa Beirút í Líbanon …
Ísraelsmenn gerðu harðar árásir á suðurhluta úthverfa Beirút í Líbanon í nótt. AFP

Ísraelar gerðu harðar árásir á suðurhluta úthverfa Beirút í Líbanon í nótt og er talið að á þriðja tug hafi fallið í árásunum.

Ísraelar gerðu harðar árásir á suðurhluta úthverfa Beirút í Líbanon í nótt og er talið að á þriðja tug hafi fallið í árásunum.

Stórir eldhnettir stigu til himins í borginni en loftárásirnar í nótt eru sagðar hinar hörðustu í langan tíma.

Yfirvöld í Líbanon segja að 23 almennir borgarar hafi fallið í loftárásum Ísraela í gær og 93 hafi særst og þá varð frekara mannfall í suðurhluta úthverfa Beirút í nótt.

Najib Mikati, forsætisráðherra Líbanons, hvatti alþjóðasamfélagið til að þrýsta á Ísraela um vopnahlé en opinber ríkisfréttastofa Líbanons sagði frá því að vígi Hisbollah í suður Beirút hafi orðið fyrir meira en 30 árásum Ísraelshers.

Ísraelski herinn segist hafa gert árásir á vopnageymslur og innviði og hvatti hann almenning til að koma sér á brott frá svæðinu.

mbl.is