Sítrónukaka með ríkulegu sítrónubragði fyrir vandláta

Uppskriftir | 6. október 2024

Sítrónukaka með ríkulegu sítrónubragði fyrir vandláta

Hér er á ferðinni alveg dýrðleg sítrónukaka með ríkulegu sítrónubragði sem upplagt er að bjóða upp á með sunnudagskaffinu. Upp­skrift­in kemur úr smiðju Brynju Döddu Sverrisdóttur ástríðubakara sem býr upp í fjalli í Kjós þar sem hún segist fá inn­blástur­inn í baksturinn. Uppskriftin er einföld og allir ættu að ráða við að baka þessa.

Sítrónukaka með ríkulegu sítrónubragði fyrir vandláta

Uppskriftir | 6. október 2024

Ekta sítrónukaka sem bráðnar í munni.
Ekta sítrónukaka sem bráðnar í munni. Ljósmynd/Brynja Dadda Sverrisdóttir

Hér er á ferðinni alveg dýrðleg sítrónukaka með ríkulegu sítrónubragði sem upplagt er að bjóða upp á með sunnudagskaffinu. Upp­skrift­in kemur úr smiðju Brynju Döddu Sverrisdóttur ástríðubakara sem býr upp í fjalli í Kjós þar sem hún segist fá inn­blástur­inn í baksturinn. Uppskriftin er einföld og allir ættu að ráða við að baka þessa.

Hér er á ferðinni alveg dýrðleg sítrónukaka með ríkulegu sítrónubragði sem upplagt er að bjóða upp á með sunnudagskaffinu. Upp­skrift­in kemur úr smiðju Brynju Döddu Sverrisdóttur ástríðubakara sem býr upp í fjalli í Kjós þar sem hún segist fá inn­blástur­inn í baksturinn. Uppskriftin er einföld og allir ættu að ráða við að baka þessa.

Lostæti að njóta.
Lostæti að njóta. Ljósmynd/Brynja Dadda Sverrisdóttir

Sítrónukaka með ríkulegu sítrónubragði

  • 3 egg
  • 3 ½ dl hrásykur
  • 2 msk. rifinn sítrónubörkur ( næstum tvær sítrónur) bara gula lagið.
  • 175 g brætt smjör
  • safi úr tveimur sítrónum ( eða um það bil 75 gr) restina má nota í glassúr
  • 1 ½ tsk.  vanillusykur
  • 3 ½ dl hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft

Aðferð:

  1. Blandið  saman sykri, eggjum, sítrónusafa og berki í skál og síðan bræddu smjöri og  hrærið vel saman.
  2. Setjið þurrefnin út í, gott að sigta þau yfir.
  3. Hrærið ekki of mikið, bara þangað til blandan er orðin kekkjalaus.
  4. Finnið til kringlótt form eða ferkantað eldfast formi, ef þið viljið skera í ferninga. 
  5. Hitið ofninn í 175°C hita og hafið blástur á.
  6. Setjið formið inn í ofn og bakið í 25 til 30 mínútur (fer eftir ofnum hversu langan tíma þar).
  7. Látið kökuna kólna áður en glassúr er gerður og settur yfir.

Glassúr

  • 3-4 msk. flórsykur (kúfaðar)
  • sítrónusafi eftir smekk og þörfum (eða bara vatn ef ykkur finnst vera komið nóg af sítrónubragði).
  • Passið að setja ekki of mikinn vökva, reynið hafa glassúrinn frekar þykkan.

Til skrauts

  • Sítrónubörkur eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið flórsykurinn í skál og bætið síðan sítrónusafa eða vatni við og hrærið þar til þið eruð sátt við þykktina á glassúrnum.
  2. Setjið glassúrinn yfir kökuna og skreytið með rifnum sítrónuberki ef vill.
  3. Berið fram og njótið með góðu kaffi eða te sem þið haldið upp á.
mbl.is