„Ef matarupplifunin er skemmtileg verður maturinn líka betri“

Uppskriftir | 7. október 2024

„Ef matarupplifunin er skemmtileg verður maturinn líka betri“

Sigríður Soffía Níelsdóttir, alla jafna kölluð Sigga Soffía, á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Vikumatseðillinn hennar er bæði frumlegur og litríkur sem býður upp á skemmtilega upplifun.

„Ef matarupplifunin er skemmtileg verður maturinn líka betri“

Uppskriftir | 7. október 2024

Sigríður Soffía Nielsdóttir, alla jafna kölluð Sigga Soffía, á heiðurinn …
Sigríður Soffía Nielsdóttir, alla jafna kölluð Sigga Soffía, á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Samsett mynd

Sigríður Soffía Níelsdóttir, alla jafna kölluð Sigga Soffía, á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Vikumatseðillinn hennar er bæði frumlegur og litríkur sem býður upp á skemmtilega upplifun.

Sigríður Soffía Níelsdóttir, alla jafna kölluð Sigga Soffía, á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Vikumatseðillinn hennar er bæði frumlegur og litríkur sem býður upp á skemmtilega upplifun.

Sigga Soffía er hönnuður bleiku slaufunnar árið 2024 og því tilvalið að hún veljið vikumatseðilinni í tilefni þess og bleika mánaðarins.

Hún er þverfagleg listakona, dansari, flugeldasýningahönnuður og eigandi Eldblóma sem er fyrirtæki sem vinnur ýmsar vörur og upplifanir út frá náttúrulegum flugeldum. Hún sýnir hvernig hægt er að rækta flugelda frekar en að sprengja, hvernig gera má ilm og matvöru úr náttúrulegum flugeldum sem er einstaklega áhugavert.

Frosið augnablik

Nýverið gaf hún út sína fyrstu ljóðabók, Til hamingju með að vera mannleg og útfærði í formi leiksýningar sem sýnd verður að nýju í Tjarnarbíó 28. nóvember næstkomandi. „Ljóðabókin hlaut tilnefningu til Maístjörnunnar og leiksýningin tilnefningu sem besta leikrit ársins á Grímunni,“ segir Sigga Soffía stolt. Einnig var Sigga Soffía útnefnd sem bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2023 og hlaut Bjartsýnisverðlaunin árið 2022, sem eru menningarverðlaun veitt af Forseta Íslands.

„Ég hef áður verið í samstarfi við Krabbameinsfélagið í Bleiku slaufunni. Sýningin mín, Til hamingju með að vera mannleg, var til að mynda hluti af opnunarhátíð Bleiku slaufunnar í fyrra, einnig framleiddi ég Bleika blómakassa til styrktar Krabbameinsfélaginu í Bleiku slaufunni.“

„Slaufan ber heitið Frosið augnablik í ár og er þrjú eldblóm sem mynda skínandi blómakrans sem lítur út fyrir að hafa verið dýft ofan í fljótandi málm. Slaufan er táknræn fyrir það að allt tekur enda - ekkert er varanlegt. Augnablikið þegar blómin springa út sem er ákveðinn hápunktur en mörgu þarf að huga að til að planta blómstri. Að jafna sig eftir veikindi er svipað,“ segir Sigga Soffía, sem sjálf hefur farið gegnum krabbameinsferð.

Líklegra að það blómstri aftur

„Ef við hlúum að fólkinu okkar eftir meðferð, er líklegra að það blómstri aftur. Aðstandendur, ókunnugir sem bjóða góðan daginn, þeir sem að styðja við, peppa þig upp og segja þér að gefast ekki upp og trúa á þig hafa meiri áhrif en margan grunar,“ segir Sigga Soffía og í hennar huga eru allar samverustundir með fjölskyldum og vinum dýrmætar, sérstaklega samverustundirnar við matarborðið.

Sigga Soffía hvetur lesendur til að kaupa bleiku slaufuna og/eða sparislaufuna og fara svo inn hér inn og kaupa sér bleikan haustlaukakassa og styrkja gott málefni Krabbameinsfélagsins.

„Vikumatseðillinn er í mínum anda þar sem mér finnst gaman að gleðja fólkið mitt með fallegum og litríkum mat. Ef matarupplifunin er skemmtileg verður maturinn líka betri,“ segir Sigga Soffía að lokum.

Mánudagur – Sæt dressing sem fullkomnar salatið

„Ég byrja vikuna létt og vel. Ég hef fylgst með Þyrí dansara og Hildi í spíru-ræktun og þær gera dásamleg námskeið og tahinidressingar. Einfalt salat með þessari dressingu væri frábær leið til að byrja vikuna.“

Þriðjudagur – Eggaldin bruchettur og Eldblóma Elexír

„Matarklúbburinn hittist reglulega á þriðjudögum og það er ávallt næs að gera hversdaginn huggulegan og í draumaheiminum myndi ég bjóða vinkonum yfir og elda þessar  eggaldin bruchettur og búa til Eldblóma Elexír.“

Miðvikudagur – Eftirréttir með frönsku ívafi

„Ef svo skyldi fara að ég væri ein í vinnuferð þá elska ég að gera „girl dinner“  borða bara osta í kvöldmat eða deserta. Ég elska Ispahan makkarónur og þessi listi yfir deserta er mjög aðlaðandi. Einn af uppáhalds kostum þess að vera fullorðin er að geta tekið ákvörðun um að borða eftirrétt sem aðalrétt.“

Fimmtudagur – Frönsk lauksúpa

„Ég elska franska lauksúpu, syndsamlega góð.“

Föstudagur – Mexíkóskur veislumatur fyrir meistara

„Þá verður föstudagsmatur sem krakkarnir elska líka. Ég er búin að vera að prófa að gera Eldblóma Palómur með mexíkönskum mat sem er mjög gómsætt kombó. Enchiladas er æðislegt fyrir fullorðna og börn og auðvelt að  gera mikið af og hita upp. Ég elska salsa verde svo ég myndi gera bæði rauða og græna sósu.

Laugardagur – Osso Bucco

„Ég elska að gefa mér langan tíma í að elda um helgar og hægelda osso buco. Verður ekki betra. Síðan myndi ég klárlega bjóða upp á þennan desertkokteil í eftirrétt.“

Sunnudagur - Tómatsúpa

„Nú haustsúputími og sunnudagar eru góðir fyrir súpugerð. Ég myndi eyða deginum í að setja niður haustlauka í garðinn minn fyrir næsta vor. En það er hægt að kaupa Bleika haustlaukakassann hjá Eldblómum og garðurinn þinn fyllist af bleikum blómum næsta vor. Eftir langan dag í garðinum er yndislegt að komast í góða súpu sem yljar líkama og sál. Besta tómatsúpa á landinu að mínum mati er á Ráðagerði, ég mæli 100% með henni en þessi uppskrift lúkkar vel og fjölskyldusunnudagur með heitri súpu er fullkominn endir á vikunni.

mbl.is