Íslenskur götubiti kom sá og sigraði á European Street Food Awards um helgina. Komo sigraði í tveimur flokkum „Spice Awards“ annars vegar og „Sustainability Awards“ hins vegar.
Íslenskur götubiti kom sá og sigraði á European Street Food Awards um helgina. Komo sigraði í tveimur flokkum „Spice Awards“ annars vegar og „Sustainability Awards“ hins vegar.
Íslenskur götubiti kom sá og sigraði á European Street Food Awards um helgina. Komo sigraði í tveimur flokkum „Spice Awards“ annars vegar og „Sustainability Awards“ hins vegar.
Atli Snær matreiðslumeistari er eigandi og maðurinn bak við Komo. Komo hefur unnið til fjölda verðlauna á Götubitahátíðinni hér heima og hefur hann samtals unnið til níu verðlauna. Í ár sigraði hann í flokkunum „Besti smábitinn“ og „Besti grænmetisbitinn“ með „Thai melónusalati“ og í fyrra sigraði hann flokkinn „Besti smábitinn“ með „Korean fried tiger balls“.
Götubitinn hlaut svo annað sætið í flokknum „Besti viðburðarhaldarinn í Evrópu“ Keppnin fór fram í Saarbrucken í Þýskalandi um helgina og voru 28 þátttakendur sem tóku þátt í keppninni frá 16 Evrópu löndum.
„Þetta var í fyrsta sinn sem þessi verðlaun voru veitt og því er mikill heiður fyrir Götubitann og Götubitahátíðina að hljóta annað sætið þar sem það eru tugi hátíða haldnar víðs vegar um Evrópu á ári hverju,“ segir Róbert Aron Magnússon framkvæmdastjóri Götubitans ehf.
Götubitinn hefur frá stofnun verið leiðandi í götubitamenningunni á Íslandi og hefur hún heldur betur slegið í gegn bæði hér á landi og erlendis. Götubitahátíðin er orðin einn af stærstu viðburðunum á Íslandi og hefur aðsókn á hátíðina vaxið frá ári til árs.