Íslensk snyrtivara hlýtur virt verðlaun

Snyrtibuddan | 7. október 2024

Íslensk snyrtivara hlýtur virt verðlaun

Líkamsskrúbburinn frá íslenska húðvörumerkinu ChitoCare hlaut þann virta titil Besti líkamsskrúbburinn 2024 á Tatler Beauty Awards á dögunum. Þessi viðurkenning setur merkið meðal fremstu snyrtivörumerkja í heiminum. 

Íslensk snyrtivara hlýtur virt verðlaun

Snyrtibuddan | 7. október 2024

Chito Care líkamsskrúbburinn þykir einstaklega góður.
Chito Care líkamsskrúbburinn þykir einstaklega góður.

Líkamsskrúbburinn frá íslenska húðvörumerkinu ChitoCare hlaut þann virta titil Besti líkamsskrúbburinn 2024 á Tatler Beauty Awards á dögunum. Þessi viðurkenning setur merkið meðal fremstu snyrtivörumerkja í heiminum. 

Líkamsskrúbburinn frá íslenska húðvörumerkinu ChitoCare hlaut þann virta titil Besti líkamsskrúbburinn 2024 á Tatler Beauty Awards á dögunum. Þessi viðurkenning setur merkið meðal fremstu snyrtivörumerkja í heiminum. 

„Við erum ótrúlega stolt og það er mikill heiður að fá þessa viðurkenningu frá Tatler, riti sem er ímynd alls þess sem er framúrskarandi í snyrtivörugeiranum,“ segir Sigríður V. Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri ChitoCare beauty í fréttatilkynningu.

„Þessi verðlaun eru staðfesting á því að við erum á réttri leið við að færa viðskiptavinum náttúrulega fegurð Íslands á sama tíma og við færum út kvíarnar í Bretlandi. Við erum áfram staðráðin í að þróa lúxus húðvörur sem hjálpa viðskiptavinum okkar að ná hámarks árangri með fullkominni blöndu af náttúru og nýsköpun.“

Líkamsskrúbburinn inniheldur sjávarkítósan.
Líkamsskrúbburinn inniheldur sjávarkítósan.

Gæðin skipta máli

Viðurkenningin frá Tatler undirstrikar gæði vörunnar eins og bent er á í lýsingu tímaritsins á verðlaununum. Vörurnar fara í gegnum strangt ferli þar sem þær eru dæmdar og skipta gæði vörunnar miklu máli. „Þetta tryggir að aðeins bestu og nýstárlegustu snyrtivörurnar komast í gegnum niðurskurðinn. Þar með tákna sigurvegarar okkar aðeins það besta í fegurð og sem eitt rótgrónasta og virtasta tímaritið á markaðnum sem nær til glöggustu lesendanna.“

ChitoCare beauty er fyrsta vörumerkið á heimsvísu til að nýta hágæða sjávarkítósan í allar sínar vörur, lífvirkt innihaldsefni sem er fengið á sjálfbæran hátt úr óspilltum sjónum umhverfis Ísland. Kítósan er einstakt efni sem er þekkt fyrir græðandi eiginleika.

mbl.is