Madonna syrgir Christopher bróður sinn

Poppkúltúr | 7. október 2024

Madonna syrgir Christopher bróður sinn

Tónlistarmaðurinn Madonna syrgir bróður sinn sem lést úr krabbameini síðastliðinn föstudag, aðeins 63 ára að aldri.

Madonna syrgir Christopher bróður sinn

Poppkúltúr | 7. október 2024

Madonna lýsir yfir mikilli sorg eftir að hún missti bróður …
Madonna lýsir yfir mikilli sorg eftir að hún missti bróður sinn Christopher Ciccone úr krabbameini síðastliðinn föstudag. Skjáskot af Instagram

Tónlistarmaðurinn Madonna syrgir bróður sinn sem lést úr krabbameini síðastliðinn föstudag, aðeins 63 ára að aldri.

Tónlistarmaðurinn Madonna syrgir bróður sinn sem lést úr krabbameini síðastliðinn föstudag, aðeins 63 ára að aldri.

„Bróðir minn Christopher er farinn,“ segir söngkonan í færslu á Instagram. Hún segir jafnframt bróður sinn, Christopher Ciccone, hafa verið sinn nánasta vin og að varla sé hægt að útskýra þau tengsl ítarlegar, líkt og fram kemur á Page-six.com.

Það sem fyrst og fremst límdi systkinin saman var áhugi þeirra á dansi, allt frá því þau voru börn.

Christopher dansaði mikið á sviði með Madonnu við upphaf ferils …
Christopher dansaði mikið á sviði með Madonnu við upphaf ferils hennar sem söngkonu. Skjáskot af Instagram

Kynhneigð sópað undir teppi

Dansinn átti þátt í að bjarga þeim systkinum frá annars mjög erfiðri æsku þar sem þau ólust upp í Michigan í Bandaríkjunum. Madonna segir ballettkennara þeirra systkina hafa búið til öruggt rými fyrir bróður sinn með því að leyfa honum að vera hann sjálfur í samkynhneigð sinni. 

Kynhneigð sem sópað var undir teppið á þessum árum.

Þau fluttu saman til New York og Ciccone dansaði með Madonnu á sviði í upphafi ferils hennar. Síðar varð hann skapandi stjórnandi fjölda tónleikaferðalaga sem Madonna fór í, m.a. Blonde Ambition World Tour og The Girlie Show Tour í byrjun árs 1990.

Eitthvað áttu þau systkinin í deilum og töluðust ekki við …
Eitthvað áttu þau systkinin í deilum og töluðust ekki við svo árum skipti. Skjáskot af Instagram

Töluðust ekki við

Um árabil voru samskipti þeirra systkina ekki auðveld og töluðust þau ekki við um tíma að sögn Madonnu. Erfiðleikarnir hófust með útgáfu bókar Ciccone árið 2008 þar sem hann fór ekki fögrum orðum um systur sína.

Eftir að bróðir hennar veiktist náðu þau sáttum og á dánarbeði Ciccone héldust þau í hendur, lokuðu augunum og dönsuðu saman í huganum. 

Á dánarbeði Christophers segir Madonna þau systkinin hafa dansað saman …
Á dánarbeði Christophers segir Madonna þau systkinin hafa dansað saman í huganum. Skjáskot af Instagram

Pagesix.com

mbl.is