Ráðherra haldi „kjarnagögnum“ leyndum

Alþingi | 7. október 2024

Ráðherra haldi „kjarnagögnum“ leyndum

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra neita að afhenda bréf sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra sendi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í tíð sinni sem utanríkisráðherra þar sem bókun 35 var mótmælt. Hann greinir frá þessu í aðsendri grein í blaðinu í dag.

Ráðherra haldi „kjarnagögnum“ leyndum

Alþingi | 7. október 2024

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Arnþór

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra neita að afhenda bréf sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra sendi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í tíð sinni sem utanríkisráðherra þar sem bókun 35 var mótmælt. Hann greinir frá þessu í aðsendri grein í blaðinu í dag.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra neita að afhenda bréf sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra sendi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í tíð sinni sem utanríkisráðherra þar sem bókun 35 var mótmælt. Hann greinir frá þessu í aðsendri grein í blaðinu í dag.

„Þar var núverandi fyrirkomulag sagt fullnægjandi, enda ljóst að EES-samningurinn hefði aldrei verið samþykktur á sínum tíma hefði kröfunni um innleiðingu bókunar 35 verið haldið uppi þá – með þeim hætti sem nú er gert,“ ritar Bergþór um bréfin.

Hann hefur óskað eftir því að fá bréfin en fengið skriflega neitun. Segir hann það ekki standast neina skoðun að bréfin séu háð trúnaði. Ráðherra kjósi að halda „kjarnagögnum“ leyndum.

„Þingmenn eiga ekki að fá að sjá varnir og sjónarmið Íslands á liðnu kjörtímabili.“

Segir hann engar skýringar hafa fengist á feluleik ráðherrans gagnvart Alþingi. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is