Hjónin Birna Ásbjörnsdóttir og Guðmundur Ármann stofnendur og eigendur fyrirtækisins Jörth buðu í boð heim til sín. Hjónin búa á Eyrarbakka ásamt börnum sínum tveimur; Emblu og Nóa, en tilefni boðsins var að frumsýna nýjar vörur frá fyrirtækinu.
Hjónin Birna Ásbjörnsdóttir og Guðmundur Ármann stofnendur og eigendur fyrirtækisins Jörth buðu í boð heim til sín. Hjónin búa á Eyrarbakka ásamt börnum sínum tveimur; Emblu og Nóa, en tilefni boðsins var að frumsýna nýjar vörur frá fyrirtækinu.
Hjónin Birna Ásbjörnsdóttir og Guðmundur Ármann stofnendur og eigendur fyrirtækisins Jörth buðu í boð heim til sín. Hjónin búa á Eyrarbakka ásamt börnum sínum tveimur; Emblu og Nóa, en tilefni boðsins var að frumsýna nýjar vörur frá fyrirtækinu.
Hjónin tóku vel á móti gestum og skartaði heimilið sínu fegursta.
„Heimilið okkar er staðsett þar sem íslenska náttúran hefur gefið okkur ríkulegan innblástur í verkefni sem eru okkur hugleikin, meðal annars fyrir fyrirtækið okkar og vörurnar sem við erum framleiða,“ segir Birna og því hafa þau valið að frumsýna vörurnar þar.
Boðið var upp á heimagerðar kræsingar, þar á meðal heimagert Kombucha og sjávarréttasúpu. Samveran var nærandi og voru gestir umvafðir náttúru og sjávarilm.
Birna er doktor í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands og hefur starfað sem gestarannsakandi við Harvard Medical School. Hún hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu og hefur rannsakað áhrif næringar og lífsstíls á þarmaflóruna. Hún hefur verið að vinna að nýju vörunum í langan tíma og loksins er verkefninu lokið og vörurnar orðnar að veruleika. Nýju vörurnar, fjórar talsins, sem Birna kynnti til leiks eru Immun, Nerv, Dorm og Focuz.