Geymdi lík sonar síns í herbergi á heimili sínu

Poppkúltúr | 8. október 2024

Geymdi lík sonar síns í herbergi á heimili sínu

Lisa Marie Presley var niðurbrotin eftir fráfall sonar hennar, tónlistarmannsins Benjamin Keough, sem féll fyrir eigin hendi í júlí 2020, aðeins 27 ára gamall. Hún geymdi lík hans á heimili sínu í tvo mánuði og hlúði að því. 

Geymdi lík sonar síns í herbergi á heimili sínu

Poppkúltúr | 8. október 2024

Mæðginin létust með tæplega þriggja ára millibili.
Mæðginin létust með tæplega þriggja ára millibili. Skjáskot/Instagram

Lisa Marie Presley var niðurbrotin eftir fráfall sonar hennar, tónlistarmannsins Benjamin Keough, sem féll fyrir eigin hendi í júlí 2020, aðeins 27 ára gamall. Hún geymdi lík hans á heimili sínu í tvo mánuði og hlúði að því. 

Lisa Marie Presley var niðurbrotin eftir fráfall sonar hennar, tónlistarmannsins Benjamin Keough, sem féll fyrir eigin hendi í júlí 2020, aðeins 27 ára gamall. Hún geymdi lík hans á heimili sínu í tvo mánuði og hlúði að því. 

Frá þessu er greint í nýrri sjálfsævisögu Presley, From Here to the Great Unknown, sem dóttir hennar, leikkonan Riley Keough, kláraði að skrifa. Gerði hún það til að heiðra minningu móður sinnar sem lést í janúar 2023. 

Í bókinni kemur fram að Presley hafi upplifað afar erfiða tíma eftir fráfall Keough og að hún hafi þurft að berjast fyrir tilvist sinni í marga mánuði á eftir. 

Presley gat ómögulega ákveðið hvort hún ætti að jarðsetja son sinn á Havaí eða í garðinum við Graceland, þar sem faðir hennar og afi Keough, tónlistarmaðurinn Elvis Presley, er jarðsettur. 

„Á heimilinu mínu er sérstakt rými (e. casitas bedroom) og þar geymdi ég Ben Ben í tvo mánuði. Það eru engin lög í Kaliforníuríki sem segja að þú þurfir að jarða einhvern strax,“ segir meðal annars í kaflanum um Keough.

Keough var á endanum jarðsettur í Graceland og örfáum árum seinna var Presley jarðsett við hlið sonar síns og föður. 

mbl.is