Hafnarverkamenn hóta aðgerðum

Kjaraviðræður | 8. október 2024

Hafnarverkamenn hóta aðgerðum

Stjórn félags hafnarverkamanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kvartað er undan samskiptaleysi og það sem kallað er vanræksla Eimskips. Í yfirlýsingunni segir að hafnarverkamenn séu að íhuga aðgerðir vegna þessa. 

Hafnarverkamenn hóta aðgerðum

Kjaraviðræður | 8. október 2024

Áfangi í orkuskiptum við Sundahöfn - komið á landtengingu hjá …
Áfangi í orkuskiptum við Sundahöfn - komið á landtengingu hjá Eimskip Ljósmynd/Eimskip

Stjórn félags hafnarverkamanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kvartað er undan samskiptaleysi og það sem kallað er vanræksla Eimskips. Í yfirlýsingunni segir að hafnarverkamenn séu að íhuga aðgerðir vegna þessa. 

Stjórn félags hafnarverkamanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kvartað er undan samskiptaleysi og það sem kallað er vanræksla Eimskips. Í yfirlýsingunni segir að hafnarverkamenn séu að íhuga aðgerðir vegna þessa. 

Er því lýst að Eimskip hafi ekki verið viljugt í viðræður um vinnuaðstæður og öryggis- og kjaramál. 

„Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir okkar hefur Eimskip ekki sýnt vilja til að taka þátt í uppbyggilegum samtölum og hefur borið fyrir sig SA og forgangsréttarákvæðum Eflingar á hafnarsvæðinu,“ segir í yfirlýsingu. 

Þá segir að stjórn félagsins hafi lagt fram tillögur um hvernig bæta megi vinnuaðstæður, auka öryggi og tryggja „sanngjörn“ launakjör. Engin svör hafi hins vegar borist. 

„Við þurfum nú að leita enn og aftur til félagsdóms til að fá niðurstöðu í okkar mál og teljum við samskiptaleysi Eimskips einungis til að brjóta niður samstöðu félagsmanna. Það sem verra er, yfirmenn á svæðinu eru að skipta sér af kjaradeilu og reyna ítrekað að hafa áhrif,“ segir í tilkynningu. 

Réttur á öryggi, virðingu og sanngjörnum kjörum 

Þá segir að félagsmenn séu farnir að íhuga verkfallsaðgerðir. 

„Við viljum minna á að hafnarverkamenn hafa rétt á öryggi, virðingu og sanngjörnum kjörum. Við köllum eftir því að Eimskip axli ábyrgð og taki þátt í nauðsynlegum viðræðum til að tryggja velferð starfsmanna og árangur fyrirtækisins.

Stjórn Félags hafnarverkamanna kallar eftir tafarlausum viðbrögðum frá Eimskip. Við erum reiðubúin til að setjast að samningaborðinu hvenær sem er og vonumst til að fyrirtækið sýni vilja til samstarfs,“ segir í yfirlýsingu. 

Yfirlýsingin í heild sinni:

„Yfirlýsing frá stjórn Félags hafnarverkamanna um samskiptaleysi og vanrækslu Eimskips

Stjórn Félags hafnarverkamanna vill koma á framfæri miklum vonbrigðum sínum með skort á samskiptum og samstarfi frá Eimskip í tengslum við mikilvæg málefni sem varða velferð starfsmanna okkar og kjör þeirra.

Á undanförnum tveimur árum hefur félagið ítrekað leitað eftir viðræðum við Eimskip til að ræða brýn mál sem varða vinnuaðstæður, öryggi og réttindi hafnarverkamanna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir okkar hefur Eimskip ekki sýnt vilja til að taka þátt í uppbyggilegum samtölum og hefur borið fyrir sig SA og forgangsréttarákvæðum Eflingar á hafnarsvæðinu.

Hafnarverkamenn gegna lykilhlutverki í starfsemi hafnarinnar og tryggja að flutningar og önnur starfsemi gangi snurðulaust fyrir sig. Við höfum áhyggjur af því að skortur á samskiptum við Eimskip geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir bæði starfsmenn og fyrirtækið.

Við höfum lagt fram tillögur um hvernig megi bæta vinnuaðstæður, auka öryggi og tryggja sanngjörn launakjör, en höfum ekki fengið svör. Við þurfum nú að leita enn og aftur til félagsdóms til að fá niðurstöðu í okkar mál og teljum við samskiptaleysi Eimskips einungis til að brjóta niður samstöðu félagsmanna. Það sem verra er, yfirmenn á svæðinu eru að skipta sér af kjaradeilu og reyna ítrekað að hafa áhrif.

Rannsóknir sýna að fyrirtæki sem leggja áherslu á samstarf við starfsmenn sína ná betri árangri og stuðla að jákvæðara vinnuumhverfi. Þrátt fyrir þetta hefur Eimskip ekki sýnt vilja til að taka þátt í slíkum viðræðum, sem veldur óvissu og vantrausti meðal starfsmanna. Þetta hefur leitt til þess að félagsmenn eru nú farnir að íhuga aðgerðir sín á milli, án aðkomu félagsins, til að sýna Eimskip að samstaðan er sterk.

Við viljum minna á að hafnarverkamenn hafa rétt á öryggi, virðingu og sanngjörnum kjörum. Við köllum eftir því að Eimskip axli ábyrgð og taki þátt í nauðsynlegum viðræðum til að tryggja velferð starfsmanna og árangur fyrirtækisins.

Stjórn Félags hafnarverkamanna kallar eftir tafarlausum viðbrögðum frá Eimskip. Við erum reiðubúin til að setjast að samningaborðinu hvenær sem er og vonumst til að fyrirtækið sýni vilja til samstarfs.“

mbl.is