„Það er ekkert sem hönd á festir í þessu í raun,“ segir Jón Pétur Zimsen, sérfræðingur í menntamálum, um drög að aðgerðum sem menntamálaráðherra kynnti í síðustu viku til að bregðast við slökum árangri íslenskra barna í PISA.
„Það er ekkert sem hönd á festir í þessu í raun,“ segir Jón Pétur Zimsen, sérfræðingur í menntamálum, um drög að aðgerðum sem menntamálaráðherra kynnti í síðustu viku til að bregðast við slökum árangri íslenskra barna í PISA.
„Það er ekkert sem hönd á festir í þessu í raun,“ segir Jón Pétur Zimsen, sérfræðingur í menntamálum, um drög að aðgerðum sem menntamálaráðherra kynnti í síðustu viku til að bregðast við slökum árangri íslenskra barna í PISA.
„Það er ekki tímasett með neinum hætti hvenær á að klára eitthvað og hvenær á að gera eitthvað,“ segir Jón Pétur, sem er til viðtals í Dagmálum í dag
Aðgerðirnar eru tuttugu talsins og fela m.a. í sér áherslu á sjálfbærni og loftslagsmál, stafræna borgaravitund, fjölgun kennara, vellíðan í skóla- og frístundastarfi og bættan námsárangur.
Athygli vekur að í kynningu á drögum aðgerðaáætlunarinnar var hvergi minnst á verkþætti, þ.e. hvernig stjórnvöld ætla sér að ná þeim markmiðum sem sett eru fram í áætluninni.
Yfirlýstum aðgerðum svipar því frekar til markmiða en eiginlegra aðgerða. Þær eru útlistaðar hér til hliðar.
Jón Pétur tekur fram að hann hafi kunnað við að sjá áætlunina kveða á um jöfn tækifæri nemenda, samræmt verklag um móttöku barna með erlendan bakgrunn og að fólk sem starfi með börnum eigi að tala góða íslensku.
„En það stendur ekkert um það hvort það sé farið eftir evrópska tungumálarammanum eða ekki. Það er mælikvarði á hversu góða íslensku þú talar.“
Hann ítrekar þá að aðgerðirnar feli ekki í sér neina skuldbindingu.
„Við ætlum að klára þetta og gera þetta og ná þessum árangri, fyrir þennan tíma. Það er ekkert þannig í þessu. Þannig þú getur alltaf sagt, já við náðum þessu eða náðum þessu ekki,“ segir Jón Pétur.
„Svo er það pínulítið hjákátlegt að sjá hverja tillöguna á fætur annarri sem byggist á því að börn geti lesið sér til gagns,“ segir Jón Pétur.
„Fullt af tillögum þarna byggist á því að börnin geti lesið sér til gagns en þau geta það ekki.“
Tekur hann sem dæmi eina aðgerð sem ber yfirskriftina „stafræn borgaravitund í menntun og áhersla á miðlalæsi“.
„Það stendur ekkert í þessu skjali um að eftir annan bekk – allir sem eru ekki með taugafræðilega raskanir eiga að geta lesið þetta mikið, eða sér til gagns. Eftir fjórða bekk eiga þau að geta skrifað þennan texta. Það væri hægt að mæla það og skoða síðan hvernig gengur. Það er ekkert um það í þessu,“ bendir hann á.
Hann segir aðgerðirnar dæmi um það að stjórnvöld hafi enn ekki breytt um stefnu í menntamálum.
Áskrifendur geta horft eða hlýtt á þáttinn í heild sinni: