Klæðaburður Björns vekur athygli í Kaupmannahöfn

Klæðaburður Björns vekur athygli í Kaupmannahöfn

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, og Björn Skúla­son, eig­inmaður henn­ar, eru stödd í Kaupmannahöfn og hófu opinbera heimsókn sína til Danmerkur í morgun.

Klæðaburður Björns vekur athygli í Kaupmannahöfn

Opinber sendinefnd Höllu Tómasdóttur | 8. október 2024

Danakonungur og drottning tóku vel á móti Höllu og Birni …
Danakonungur og drottning tóku vel á móti Höllu og Birni í Kaupmannahöfn í morgun. Ljósmynd/Scanpix/Samsett mynd

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, og Björn Skúla­son, eig­inmaður henn­ar, eru stödd í Kaup­manna­höfn og hófu op­in­bera heim­sókn sína til Dan­merk­ur í morg­un.

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, og Björn Skúla­son, eig­inmaður henn­ar, eru stödd í Kaup­manna­höfn og hófu op­in­bera heim­sókn sína til Dan­merk­ur í morg­un.

Klæðaburður Björns hef­ur vakið at­hygli fyr­ir að vera aðeins of lát­laus.

Hann klædd­ist dökk­blá­um jakka­föt­um, ljós­blárri skyrtu og dökk­brún­um skóm þegar Friðrik 10. Dana­kon­ung­ur og María drottn­ing tóku á móti ís­lensku for­seta­hjón­un­um.

Hvernig er það með regl­ur um klæðaburð þegar þú hitt­ir þjóðhöfðingja? Er ekki gerð krafa um svarta skó hjá karl­mönn­um?

„Það fer eft­ir því hvað er í gangi. Ef þú ert til dæm­is í smók­ing eða kjól­föt­um, þá ferðu í lakk­skó. En það fer í raun­inni eft­ir því hvað til­efnið er og hvað þú ert að fara að gera,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Svan Vil­hjálms­son, versl­un­ar­stjóri í Herrag­arðinum í Kringl­unni.

„Þetta er „prótokol“ sem fer eft­ir því hvað er á dag­skránni. Ef þetta er op­in­ber fund­ur eða fund­ur með þjóðhöfðingj­um þá eru all­ir í svört­um skóm. Maður sér yf­ir­leitt að menn eru í svört­um skóm.

En það eru ekki gerðar nein­ar at­huga­semd­ir um þann sem er í dökk­blá­um föt­um við brúna skó, það er voða stíl­hreint. Maður hugs­ar bara, hvað myndi James Bond gera?“ 

Færi hann ekki í hvíta skyrtu og svarta skó?

Hvað myndi James Bond gera?
Hvað myndi James Bond gera? Ljós­mynd/​Scan­pix
mbl.is