Lögregla ekki komin með niðurstöðu úr geðmati

Manndráp við Krýsuvíkurveg | 8. október 2024

Lögregla ekki komin með niðurstöðu úr geðmati

Rannsókn á andláti hinnar tíu ára Kolfinnu Eldeyjar Sigurðardóttur er ólokið. Geðmat á föður hennar, sem sakaður er um að vera valdur að dauða hennar, er enn í fullum gangi þó að lögregla telji sig þekkja atburðarásina nokkuð vel.

Lögregla ekki komin með niðurstöðu úr geðmati

Manndráp við Krýsuvíkurveg | 8. október 2024

Lögregla hefur ekki upplýsingar um það hvort geðmati sé lokið.
Lögregla hefur ekki upplýsingar um það hvort geðmati sé lokið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn á andláti hinnar tíu ára Kolfinnu Eldeyjar Sigurðardóttur er ólokið. Geðmat á föður hennar, sem sakaður er um að vera valdur að dauða hennar, er enn í fullum gangi þó að lögregla telji sig þekkja atburðarásina nokkuð vel.

Rannsókn á andláti hinnar tíu ára Kolfinnu Eldeyjar Sigurðardóttur er ólokið. Geðmat á föður hennar, sem sakaður er um að vera valdur að dauða hennar, er enn í fullum gangi þó að lögregla telji sig þekkja atburðarásina nokkuð vel.

Svo segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Hann segist jafnframt að lögregla hafi ekki upplýsingar um það hvort að geðmati á föðurnum sé lokið.

„Svona mál eru alltaf umfangsmikil og þetta er allt saman í eðlilegum farvegi,“ segir Grímur spurður um það hvort að styttist í lok rannsóknarinnar.

Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.
Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Eyþór Árnason

Gagnrýnir geðheilbrigðiskerfið 

Fyrr í dag birtist umfjöllun um orð Örnu Ýrar Sigurðardóttur, sóknarprests í Grafarvogi, þar sem hún segir að geðheilbrigðiskerfið hafi brugðist í aðdraganda andláts Kolfinnu Eldeyjar.

„Við þurfum að fara að horfast í augu við það að geðsjúkdómar draga fólk til dauða alveg eins og krabbamein og hjartasjúkdómar, og við þurfum að aflétta skömminni sem liggur eins og mara yfir fólki með þessa sjúkdóma, og ekki síður eins og mara yfir aðstandendum. Og ef við viljum koma í veg fyrir fleiri voðaverk, þar sem saklaus börn láta lífið, eins og hefur nú gerst þrisvar á þessu eina ári, þá þurfum við sem samfélag að spýta í lófana, þrýsta á stjórnvöld um að efla verulega alla geðheilbrigðisþjónustu, sem og þjónustu við börn sem glíma við erfiðan vanda í skólakerfinu.

Við hljótum öll að vera sammála um að þarna þarf að forgangsraða upp á nýtt, því að hvert mannslíf sem glatast vegna skorts á fjármagni og mannúð í geðheilbrigðiskerfinu er einu mannslífi of mikið,“ er haft eftir Örnu í færslu á Facebook.

Eru ekki með niðurstöðu úr geðmati

Spurður um geðmat á föður stúlkunnar og hvort því sé lokið segir Grímur lögreglu ekki vita það.

„Það er staðlað í svona málum að þá fer fram geðmat. Við erum ekki með niðurstöðu í því og ég veit ekkert hvort að því er lokið,“ segir Grímur.

mbl.is