Jarðskjálftinn sem skók Bárðarbungu á sunnudag reyndist stærri en talið var í fyrstu. Mælingar Veðurstofu þann dag gáfu til kynna að hann hefði verið 4,5 að stærð.
Jarðskjálftinn sem skók Bárðarbungu á sunnudag reyndist stærri en talið var í fyrstu. Mælingar Veðurstofu þann dag gáfu til kynna að hann hefði verið 4,5 að stærð.
Jarðskjálftinn sem skók Bárðarbungu á sunnudag reyndist stærri en talið var í fyrstu. Mælingar Veðurstofu þann dag gáfu til kynna að hann hefði verið 4,5 að stærð.
Við frekari athugun hefur komið í ljós að skjálftinn var af stærðinni 5,0.
Annar skjálfti sömu stærðar varð í Bárðarbungu í byrjun september.
Af öllum þeim skjálftum sem hafa orðið í Bárðarbungu frá goslokum í Holuhrauni árið 2015 hefur aðeins einn verið stærri en þessir tveir skjálftar.
Sá varð í apríl á þessu ári og mældist 5,4 að stærð.