Halla mætti í sérsaumuðum fötum sem hún hefur notað áður

Fatastíllinn | 9. október 2024

Halla mætti í sérsaumuðum fötum sem hún hefur notað áður

Halla Tómasdóttir forseti Íslands er stödd í Kaupmannahöfn í sinni fyrstu ríkisheimsókn og hefur hver einasta mínúta verið þaulskipulögð. Fyrir stuttu mætti Halla í veislu í Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn. Veislan var með óformlegra sniði en galakvöldverðurinn sem fram fór í Kristjánsborgarhöll í gærkvöldi. 

Halla mætti í sérsaumuðum fötum sem hún hefur notað áður

Fatastíllinn | 9. október 2024

Halla Tómasdóttir brosti eins og sólin þegar hún mætti til …
Halla Tómasdóttir brosti eins og sólin þegar hún mætti til veislu í Nordatlantens Brygge. Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix

Halla Tómasdóttir forseti Íslands er stödd í Kaupmannahöfn í sinni fyrstu ríkisheimsókn og hefur hver einasta mínúta verið þaulskipulögð. Fyrir stuttu mætti Halla í veislu í Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn. Veislan var með óformlegra sniði en galakvöldverðurinn sem fram fór í Kristjánsborgarhöll í gærkvöldi. 

Halla Tómasdóttir forseti Íslands er stödd í Kaupmannahöfn í sinni fyrstu ríkisheimsókn og hefur hver einasta mínúta verið þaulskipulögð. Fyrir stuttu mætti Halla í veislu í Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn. Veislan var með óformlegra sniði en galakvöldverðurinn sem fram fór í Kristjánsborgarhöll í gærkvöldi. 

Halla klæddist sérsaumuðum fötum sem hönnuð eru af Björgu Ingadóttur sem oft er kennd við Spaksmannsspjarir. 

Björg hannaði dressið í sumar

Björg hannaði pilsið og blússuna á Höllu í sumar. Hún klæddist því á Bessastöðum í kvöldboði sem haldið var 3. ágúst eða sama dag og hún tók formlega við forsetaembættinu. Fyrr um daginn klæddist hún ljósu dressi sem Björg hannaði einnig. 

Hér sést Halla í dressinu sem Björg Ingadóttir hannaði á …
Hér sést Halla í dressinu sem Björg Ingadóttir hannaði á hana. Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix

Pilsið og blússan sem Halla klæddist rétt í þessu í Kaupmannahöfn samanstendur af síðu pilsi sem kemur örlítið út að neðan sem gerir það að verkum að það þarf ekki að hafa á því klauf. Við pilsið var hún í blússu úr sama efni með standkraga sem hafður er niður. Við blússuna er lítill trefill sem er bleikur öðrum megin og vínrauður hinum megin. 

Ólöglegt fatasamráð?

Danska pressan grínaðist með það að Halla, Friðrik Danakonungur og Mary Danadrottning hefðu haft samráð um klæðaburð því litapallettan var í stíl. Friðrik Danakonungur var með vínrautt bindi í stíl við fatnað Höllu og Mary Danadrottning var með vínrauðar varir og skartgripi með vínrauðum eðalsteinum. Einhver gæti haldið því fram að um ólöglegt fatasamráð væri að ræða. En samt ekki. Vínrauður er einn af þeim litum sem er mest móðins í hausttískunni sem nú ríkir. Svo má ekki gleyma því að vínrauðir eðalsteinar, demantar og vönduð efni detta aldrei úr móð. Það að nota sama dressið tvisvar er líka bara meira en í lagi. Megi Halla nota þetta vínrauða dress sem oftast! 

Björn Skúlason, Friðrik Danakonungur, Mary Danadrottning og Halla Tómasdóttir forseti …
Björn Skúlason, Friðrik Danakonungur, Mary Danadrottning og Halla Tómasdóttir forseti Íslands. Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix
Björn Skúlason, Halla Tómasdóttir, Friðrik Danakonunungur og Mary Danadrottning. Ef …
Björn Skúlason, Halla Tómasdóttir, Friðrik Danakonunungur og Mary Danadrottning. Ef vel er rýnt í klæðaburð má sjá samhljóm í litapallettunni. Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix
Friðrik Danakonungur og Mary Danadrottning. Hann var með vínrautt bindi …
Friðrik Danakonungur og Mary Danadrottning. Hann var með vínrautt bindi og hún skreytti sig með vínrauðum eðalsteinum. Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix
Hjónin Hjalti Sigvaldason Mogensen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir voru …
Hjónin Hjalti Sigvaldason Mogensen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir voru glæsileg þegar þau mættu í veisluna. Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix
Halla var með tösku frá Tori Burch sem er vinsælt …
Halla var með tösku frá Tori Burch sem er vinsælt amerískt lúxusvörumerki. Taskan fer vel við dressið enda í sama lit. Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix
mbl.is