Halla Tómasdóttir forseti Íslands var glæsileg í galakvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll. Hún var í kjól sem hannaður var af breska fatahönnuðinum Jenny Packham. Kjóllinn er gylltur að lit, alsettur kristöllum og pallíettuskreyttur.
Halla Tómasdóttir forseti Íslands var glæsileg í galakvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll. Hún var í kjól sem hannaður var af breska fatahönnuðinum Jenny Packham. Kjóllinn er gylltur að lit, alsettur kristöllum og pallíettuskreyttur.
Halla Tómasdóttir forseti Íslands var glæsileg í galakvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll. Hún var í kjól sem hannaður var af breska fatahönnuðinum Jenny Packham. Kjóllinn er gylltur að lit, alsettur kristöllum og pallíettuskreyttur.
Hálsmálið á kjólnum er hringlaga en ermarnar eru svolítið eins og slá sem nær út á axlirnar.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hönnun Jenny Packham ratar í fínar veislur því stórstjörnur á borð við Kate Winslet, Emily Blunt og Sarah Jessica Parker hafa allar sést í kjólum hönnuðarins. Hönnun hennar hefur líka sést á hvíta tjaldinu í James Bond-kvikmyndinni Die Another Day og Casino Royale.
Kjóllinn sem Halla klæddist kostar 4.753 dali ef hann er pantaður á netinu. Ef það er reiknað út á gengi dagsins þá væri hægt að fá kjólinn fyrir 642.000 krónur.