„Hver er þessi dökkhærða kona við hlið konungsins?“

„Hver er þessi dökkhærða kona við hlið konungsins?“

Við galakvöldverð ætluðum íslensku forsetahjónunum í Kristjánsborgarhöllinni í gær, var danski fréttamiðillinn B.T. á staðnum til að ná andrúmsloftinu og myndum af viðburðinum. Lesendur miðilsins urðu ansi uppteknir af því hvaða kona þetta væri við hlið Friðriks Danakonungs.

„Hver er þessi dökkhærða kona við hlið konungsins?“

Opinber sendinefnd Höllu Tómasdóttur | 9. október 2024

Friðrik Danakonungur og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Friðrik Danakonungur og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ritzau Scanpix/Bo Amstrup

Við galakvöldverð ætluðum íslensku forsetahjónunum í Kristjánsborgarhöllinni í gær, var danski fréttamiðillinn B.T. á staðnum til að ná andrúmsloftinu og myndum af viðburðinum. Lesendur miðilsins urðu ansi uppteknir af því hvaða kona þetta væri við hlið Friðriks Danakonungs.

Við galakvöldverð ætluðum íslensku forsetahjónunum í Kristjánsborgarhöllinni í gær, var danski fréttamiðillinn B.T. á staðnum til að ná andrúmsloftinu og myndum af viðburðinum. Lesendur miðilsins urðu ansi uppteknir af því hvaða kona þetta væri við hlið Friðriks Danakonungs.

Spurningar eins og: „Hver er þessi dökkhærða kona við hlið konungsins?“ og „hver er dökkhærða, unga konan sem situr á milli Friðriks konungs og Mette Frederiksen forsætisráðherra?“

Eftir snögga yfirferð yfir gestalistann komst pressan að því að um ræddi Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún var klædd í kjól frá íslenska hönnuðinum Andreu og nokkuð ljóst að hún hafi vakið athygli lesenda B.T.

Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eru nú í opinberri heimsókn í Danaveldi og var kvöldverðurinn hluti af dagskrá heimsóknarinnar.

Fréttin á B.T.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Mette Frederiksen.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Mette Frederiksen. Ritzau Scanpix/Bo Amstrup
mbl.is