Ísdrottningin tróð upp í Skyrgerðinni

Hverjir voru hvar | 9. október 2024

Ísdrottningin tróð upp í Skyrgerðinni

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, einnig þekkt sem ísdrottningin vegna þess að hún er einn af eigendum Kjöríss, bauð í teiti í Skyrgerðinni í Hveragerði um helgina.

Ísdrottningin tróð upp í Skyrgerðinni

Hverjir voru hvar | 9. október 2024

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hrunamannahrepps, mætti að sjálfsögðu í teitið hjá …
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hrunamannahrepps, mætti að sjálfsögðu í teitið hjá systur sinni. Ljósmynd/Håkon Broder Lund

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, einnig þekkt sem ísdrottningin vegna þess að hún er einn af eigendum Kjöríss, bauð í teiti í Skyrgerðinni í Hveragerði um helgina.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, einnig þekkt sem ísdrottningin vegna þess að hún er einn af eigendum Kjöríss, bauð í teiti í Skyrgerðinni í Hveragerði um helgina.

Um 200 manns sóttu samkomuna og á meðal gesta voru Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, og kærastinn hennar Jakob Fannar Hansen.

Þá vantaði ekki framámenn úr Sjálfstæðisflokknum en Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri og bæjarstjóri, Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, og fleiri létu sjá sig.

„Það skiptir máli að það sé gaman í stjórnmálum og það var svo sannarlega gaman er yfir 200 sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi komu saman síðasta laugardag,“ skrifaði Guðrún á félagsmiðla.

Það var margt um manninn í Hveragerði en Guðrún segir …
Það var margt um manninn í Hveragerði en Guðrún segir að um 200 manns hafi látið sjá sig. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Diljá Mist Einarsdóttir, einn málglaðasti þingmaður landsins, ásamt Sveini Ægi …
Diljá Mist Einarsdóttir, einn málglaðasti þingmaður landsins, ásamt Sveini Ægi Birgissyni, formanni bæjarráðs Árborgar. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðar og núverandi forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins, …
Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðar og núverandi forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins, lét sjá sig ásamt konu sinni Sigríði Hjálmarsdóttur. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Vikto Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, ávarpaði samkomuna.
Vikto Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, ávarpaði samkomuna. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Það vantar ekki kvennorkuna á þessa mynd en þarna eru …
Það vantar ekki kvennorkuna á þessa mynd en þarna eru samankomnar Dagný Lísa Davíðsdóttir, Berglind Haraldsdóttir, Birta Karen Tryggvadóttir, Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir og Kata Magdalena. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Grindvíkingurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir lét sig ekki vanta.
Grindvíkingurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir lét sig ekki vanta. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, mætti einnig í samkomuna.
Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, mætti einnig í samkomuna. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, ásamt Ásmundi Friðrikssyni …
Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, ásamt Ásmundi Friðrikssyni þingmanni. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Á þeim tímapunkti sem þessi ljósmynd er tekin er greinilega …
Á þeim tímapunkti sem þessi ljósmynd er tekin er greinilega verið að ávarpa samkomuna en ekki verið að hella í glös. Gerður í Blush sést þarna aftarlega ásamt Jakobi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is