Mögulega hollasta súkkulaðimúsin sem þú getur fengið

Uppskriftir | 9. október 2024

Mögulega hollasta súkkulaðimúsin sem þú getur fengið

Súkkulaðimús með kotasælu er hollari og próteinríkari súkkulaðimús en margar slíkar. Þetta lostæti tekur stutta stund að gera og er tilvalið sem millimál eða eftirréttur.

Mögulega hollasta súkkulaðimúsin sem þú getur fengið

Uppskriftir | 9. október 2024

Þessi súkkulaðimús lítur girnilega út og er falleg í glasi.
Þessi súkkulaðimús lítur girnilega út og er falleg í glasi. Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir

Súkkulaðimús með kotasælu er hollari og próteinríkari súkkulaðimús en margar slíkar. Þetta lostæti tekur stutta stund að gera og er tilvalið sem millimál eða eftirréttur.

Súkkulaðimús með kotasælu er hollari og próteinríkari súkkulaðimús en margar slíkar. Þetta lostæti tekur stutta stund að gera og er tilvalið sem millimál eða eftirréttur.

Fyrir þá sem vilja gera vel við sig er auðvitað toppurinn að þeyta smá rjóma með og leyfir sér að njóta. Heiðurinn af þessari gleði á Thelma Þorbergsdóttir matarbloggari og uppskriftina gerði hún fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.

Próteinríka súkkulaðimúsin

Fyrir 2

  • 500 g kotasæla
  • 3 msk. bökunarkakó
  • 1⁄2 tsk. vanilludropar
  • 2 msk. chia fræ

Ofan á ef vill

  • fersk bláber
  • ristaður kókos
  • súkkulaðisíróp

Aðferð:

  1. Setjið allt saman í blandara og látið hann vinna þar til blandan verður mjúk og slétt.
  2. Hellið súkkulaðimúsinni í tvö glös og kælið í að lágmarki 30 mínútur.
  3. Setjið fersk bláber, ristaðan kókos og súkkulaðisíróp ofan á.
  4. Fyrir þá sem vilja er einnig gott að þeyta rjóma með.
mbl.is