Ostóber steikarsamloka sem kallar á þig

Uppskriftir | 9. október 2024

Ostóber steikarsamloka sem kallar á þig

Helena Gunnarsdóttir matgæðingur hjá Eldhúsperlum elskar að prófa sig áfram í eldhúsinu. Hún er hrifin af því að nota osta í matargerð og galdraði fram þessa ómótstæðilegu steikarsamloku þar sem nýi Ostóber osturinn „Marmari“ kemur við sögu. Marmari er tvílitur cheddar ostur sem setur skemmtilegan svip á samlokuna þegar hann bráðnar.

Ostóber steikarsamloka sem kallar á þig

Uppskriftir | 9. október 2024

Steikarsamlokan hennar Helenu Gunnars er hin girnilegasta.
Steikarsamlokan hennar Helenu Gunnars er hin girnilegasta. Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Helena Gunnarsdóttir matgæðingur hjá Eldhúsperlum elskar að prófa sig áfram í eldhúsinu. Hún er hrifin af því að nota osta í matargerð og galdraði fram þessa ómótstæðilegu steikarsamloku þar sem nýi Ostóber osturinn „Marmari“ kemur við sögu. Marmari er tvílitur cheddar ostur sem setur skemmtilegan svip á samlokuna þegar hann bráðnar.

Helena Gunnarsdóttir matgæðingur hjá Eldhúsperlum elskar að prófa sig áfram í eldhúsinu. Hún er hrifin af því að nota osta í matargerð og galdraði fram þessa ómótstæðilegu steikarsamloku þar sem nýi Ostóber osturinn „Marmari“ kemur við sögu. Marmari er tvílitur cheddar ostur sem setur skemmtilegan svip á samlokuna þegar hann bráðnar.

Hann er þéttur í sér, kornóttur, eilítið þurr í munni en mildur á bragðið með vott af beikon- og kryddjurtabragði og hentar frábærlega á hamborgara og samlokur.

Þegar Helena eldar nautakjöt gerir hún yfirleitt vel rúmlegan skammt og notar svo í steikarsamloku daginn eftir en auðvitað má elda steikina sérstaklega fyrir samlokuna.

„Þessi útgáfa er vinsæl hjá fjölskyldunni og sinnepssósan passar einstaklega vel með bæði ostinum og kjötinu og pikklaði rauðlaukurinn er ómissandi. Svo er ekki verra að baka sætkartöflufranskar og bera fram með,“ segir Helena.

Ostóber steikarsamloka með sinnepssósu, pikkluðum rauðlauk og marmara-osti

Fyrir 2

  • 250 g nautasteik elduð eftir smekk
  • Marmari frá Ostakjallaranum
  • Grænt salat
  • Baguette brauð
  • Pikklaður rauðlaukur, sjá uppskrift fyrir neðan
  • Sinnepssósa, sjá uppskrift fyrir neðan

Aðferð:

  1. Byrjið á að gera pikklaðan rauðlauk.
  2. Sneiðið laukinn mjög þunnt, setjið í skál og bætið restinni af hráefnunum saman við.
  3. Látið liggja við stofuhita í hálftíma.
  4. Gerið því næst sinnepssósuna.
  5. Pískið öllum innihaldsefnum saman í skál og smakkið til.
  6. Kljúfið baguette brauðið í tvennt og leggið sneiðar af marmara ofan á hvorn helming.
  7. Hitið ofn á grillstillingu og setjið sneiðarnar undir grillið þar til osturinn bráðnar.
  8. Fylgist með brauðinu allan tímann, þetta tekur u.þ.b 3-5 mínútur. 
  9. Sneiðið nautasteikina eins þunnt og þið getið og setjið samlokuna saman.
  10. Leggið kjöt ofan á ostaþakið brauðið, því næst vel af grænu salati, pikkluðum lauk og nóg af sinnepssósu og leggið svo hinn helminginn af ostabrauði ofan á.
  11. Berið fram strax og njótið með því meðlæti sem þið girnist.

Pikklaður rauðlaukur

  • 1 rauðlaukur
  • 1 dl hvítvínsedik
  • ½ dl heitt vatn
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. sykur

Aðferð:

  1. Sneiðið laukinn mjög þunnt, setjið í skál og bætið restinni af hráefnunum saman við.
  2. Látið liggja við stofuhita í hálftíma.

Sinnepssósa

  • 3 msk. 18% sýrður rjómi
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 msk. hunang
  • 1 msk. dijon sinnep
  • 1 msk. sætt sinnep
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Pískið öllum innihaldsefnum saman í skál og smakkið til.
mbl.is