„Pólitískur dónaskapur“ af hálfu Svandísar

Alþingi | 9. október 2024

„Pólitískur dónaskapur“ af hálfu Svandísar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi verið pólitískur dónaskapur af hálfu formanns Vinstri grænna að tala um kosningar í vor án samráðs við formenn hinna stjórnarflokkanna.

„Pólitískur dónaskapur“ af hálfu Svandísar

Alþingi | 9. október 2024

Ásmudnur ræddi við mbl.is um stjórnarsamstarfið.
Ásmudnur ræddi við mbl.is um stjórnarsamstarfið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að það hafi verið póli­tísk­ur dóna­skap­ur af hálfu for­manns Vinstri grænna að tala um kosn­ing­ar í vor án sam­ráðs við for­menn hinna stjórn­ar­flokk­anna.

Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að það hafi verið póli­tísk­ur dóna­skap­ur af hálfu for­manns Vinstri grænna að tala um kosn­ing­ar í vor án sam­ráðs við for­menn hinna stjórn­ar­flokk­anna.

Svandís Svavars­dótt­ir, ný­kjör­inn formaður Vinstri grænna, sagði í sam­tali við mbl.is um helg­ina að það skuli stefnt að kosn­ing­um í vor.

Ásmund­ur kveðst finna fyr­ir mjög mik­illi þreytu meðal sjálf­stæðismanna sem finn­ist þeir vera skild­ir eft­ir í sam­starf­inu. Krafa sé uppi um það að verk­efn­in sem rík­is­stjórn­in ætlaði sér að klára verði kláruð.

Bjarna að ákveða hvenær þing skuli rofið

Finnst þér eðli­legt að formaður í rík­is­stjórn skuli stíga fram og segja svona án þess að vera bú­inn að ræða við hina for­menn­ina?

„Mér þetta nátt­úru­lega bara póli­tísk­ur dóna­skap­ur að ráðherra í rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar sé að ákveða hvenær sam­starf­inu eigi að ljúka vegna þess að þingrofs­rétt­ur­inn er í hönd­um for­sæt­is­ráðherra.

Það á auðvitað að koma í hans hlut að til­kynna hvenær kosn­ing­ar fara fram. Þannig mér fannst það skot vera hátt yfir markið,“ seg­ir Ásmund­ur í sam­tali við mbl.is.

Ekki á vet­ur setj­andi ef verk­efn­in verða ekki kláruð

Óli Björn Kára­son skrifaði grein í Morg­un­blaðið í dag þar sem hann seg­ir úti­lokað að rétt­læta sam­starf með Vinstri græn­um.

„En nú er lang­lund­ar­geð mitt end­an­lega þrotið. Fram­ganga Vinstri grænna er með þeim hætti að úti­lokað er að rétt­læta sam­starf við þá í rík­is­stjórn,“ skrifaði hann.

Tek­ur þú und­ir skrif Óla?

„Ég tek und­ir það að í póli­tík – eins og í öðru – þá verðum við að standa við þau orð sem við gef­um og þá samn­inga sem við ger­um. Ég set merkimiða við það og treysti því að formaður flokks­ins vinni þannig úr þess­um mál­um að það sam­komu­lag sem er í gildi – við töld­um að væri í gildi – að við það verði staðið. Þau mál sem var búið að samþykkja að færu í gegn­um þingið, að þau klárist. Ef ekki þá er þetta ekki á vet­ur setj­andi,“ seg­ir Ásmund­ur.

Dóms­málaráðherra í miðri á

Svandís hef­ur sagt að hún vilji ekki frek­ari breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um en Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra er hins veg­ar með út­lend­inga­frum­vörp á sinni þing­mála­skrá.

Spurður hvort að hon­um finn­ist að það eigi að slíta sam­starf­inu nái þessi mál ekki fram að ganga seg­ir Ásmund­ur:

„Við fór­um í ákveðna veg­ferð við breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um sem dóms­málaráðherra hef­ur leitt af mikl­um skör­ungs­skap og hún er í miðri á með það. Það verk­efni verður bara að klár­ast. Ég sé enga aðrar leið en að verk­efnið klárist. Upp á það voru all­ir sam­starfs­flokk­arn­ir bún­ir að kvitta og það er sú lína sem mér finnst að við eig­um að halda,“ seg­ir Ásmund­ur.

mbl.is