Raunveruleikastjarna gagnrýnd fyrir forsíðumynd

Poppkúltúr | 9. október 2024

Raunveruleikastjarna gagnrýnd fyrir forsíðumynd

Leikkonan og raunveruleikastjarnan, Lisa Rinna, best þekkt fyrir þátttöku sína í raunveruleikaseríunni The Real Housewives of Beverly Hills, prýðir forsíðuna á nýjasta hefti breska tímaritsins King Kong.

Raunveruleikastjarna gagnrýnd fyrir forsíðumynd

Poppkúltúr | 9. október 2024

Lisa Rinna er ófeimin við að fækka fötum fyrir framan …
Lisa Rinna er ófeimin við að fækka fötum fyrir framan myndavélina. Skjáskot/Instagram

Leikkonan og raunveruleikastjarnan, Lisa Rinna, best þekkt fyrir þátttöku sína í raunveruleikaseríunni The Real Housewives of Beverly Hills, prýðir forsíðuna á nýjasta hefti breska tímaritsins King Kong.

Leikkonan og raunveruleikastjarnan, Lisa Rinna, best þekkt fyrir þátttöku sína í raunveruleikaseríunni The Real Housewives of Beverly Hills, prýðir forsíðuna á nýjasta hefti breska tímaritsins King Kong.

Forsíðumyndin hefur hlotið nokkra gagnrýni og hafa margir lýst yfir óánægju sinni með myndina, sem lætur Rinnu, sem er 61 árs gömul, líta út fyrir að vera á framhaldsskólaaldri. Á myndinni er Rinna klædd í rennblautan magabol, engan brjóstahaldara, með ljósa hárkollu á höfði og förðuð í anda tíunda áratugarins. 

Forsíðumyndin og meðfylgjandi myndir hafa vakið mikla athygli, en Rinna sýnir á sér ýmsar hliðar og bregður sér í ýmis gervi, flest klæðlítil. 

Hún deildi myndum úr tökunni á Instagram-síðu sinni í gærdag og hafa margir ritað athugasemdir við færsluna og sagt skoðun sína. Flestum finnast myndirnar óviðeigandi, sérstaklega fyrir konu á hennar aldri, og segja Rinnu athyglissjúka.



mbl.is