Bandaríska leikkonan Jenna Fischer, best þekkt fyrir leik sinn í gamanþáttaröðinni The Office, greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein í lok síðasta árs.
Bandaríska leikkonan Jenna Fischer, best þekkt fyrir leik sinn í gamanþáttaröðinni The Office, greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein í lok síðasta árs.
Bandaríska leikkonan Jenna Fischer, best þekkt fyrir leik sinn í gamanþáttaröðinni The Office, greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein í lok síðasta árs.
Fischer ákvað að stíga fram og segja sögu sína í tilefni af alþjóðlega mánuði brjóstakrabbameins, en októbermánuður er víða um heim tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.
Leikkonan, sem fagnaði fimmtugsafmæli sínu fyrr á árinu, fór í hefðbundna brjóstamyndatöku í október á síðasta ári. Niðurstöður úr myndatökunni sýndu hnút á vinstra brjósti hennar og var Fischer send í frekari rannsóknir.
Þann 1. desember var hún greind með ágengt krabbamein (e. Stage 1 Triple Positive Cancer) sem hafði heppilega ekki náð að dreifa sér til annarra líffæra. Krabbameinið var fjarlægt með skurðaðgerð stuttu síðar en leikkonan þurfti að undirgangast lyfja- og geislameðferð svo að meinið tæki sig ekki upp að nýju.
Fischer er nú laus við krabbameinið og horfir björtum augum á framtíðina.
Margar Hollywood-leikkonur rituðu athugasemdir við færslu Fischer og þökkuðu henni fyrir að stíga fram og opna á umræðuna.