Fasteignasala í haust hefur verið með rólegra mótinu og þreyta virðist vera komin á markaðinn. Fyrstu kaupendum hefur fækkað umtalsvert en þó er líf í kringum þær fasteignir sem er hægt að selja með hlutdeildarlánum.
Fasteignasala í haust hefur verið með rólegra mótinu og þreyta virðist vera komin á markaðinn. Fyrstu kaupendum hefur fækkað umtalsvert en þó er líf í kringum þær fasteignir sem er hægt að selja með hlutdeildarlánum.
Fasteignasala í haust hefur verið með rólegra mótinu og þreyta virðist vera komin á markaðinn. Fyrstu kaupendum hefur fækkað umtalsvert en þó er líf í kringum þær fasteignir sem er hægt að selja með hlutdeildarlánum.
Þetta segir Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, spurð út í stöðuna á fasteignamarkaðnum í dag.
„Maður finnur að það er komin smá þreyta á markaðinn. Það er farið að bíta svolítið þetta ástand,“ segir Monika og talar um ákveðinn hægagang á sölu fasteigna, sérstaklega miðað við árstíma.
„Eins og núna með haustinu kemur oft meiri hreyfing eftir sumartímann en salan hefur ekki aukist mikið,“ greinir hún frá.
Eftir að opnað var aftur fyrir umsóknir um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í byrjun mánaðarins hefur þó komið kippur í tengslum við slíkar sölur og gæti það ýtt við markaðnum í heildina, segir hún.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru lækkaðir um 0,25 prósentustig í byrjun mánaðarins og var það í fyrsta sinn síðan í nóvember árið 2020 sem þeir lækkuðu. Standa þeir núna í 9 prósentum.
Monika segir þessa vaxtalækkun ekki hafa haft mikið að segja fyrir sölu á fasteignum. „Þetta snýst allt um væntingar. Ég hef ekki fundið fyrir því að þetta hafi ýtt við fólki á fasteignamarkaðnum. Það þarf meira til.“
Mikill húsnæðisskortur hefur verið hér á landi og hefur eftirspurn fyrir vikið aukist.
„Það er gríðarlegur samdráttur í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði sem mun hafa áhrif 2025, 2026 og 2027. Fyrir þá sem ætla að fresta fasteignakaupum núna þá mun það mjög líklega þýða hærra verð í náinni framtíð,“ bendir Monika á.
Hún hefur einnig áhyggjur af fyrstu kaupendum og óttast að þeir sem ekki geta keypt núna verði í enn verri stöðu eftir tvö ár.