Á erfiðum stað andlega

Justin Bieber | 10. október 2024

Á erfiðum stað andlega

Söngvarinn Justin Bieber er sagður eiga um sárt að binda þessa dagana eftir að gefin var ákæra á hendur tónlistarmannsins Sean Combs, betur þekktur sem P. Diddy.

Á erfiðum stað andlega

Justin Bieber | 10. október 2024

Justin Bieber er sagður eiga erfitt andlega um þessar mundir.
Justin Bieber er sagður eiga erfitt andlega um þessar mundir. AFP

Söngvarinn Justin Bieber er sagður eiga um sárt að binda þessa dagana eftir að gefin var ákæra á hendur tónlistarmannsins Sean Combs, betur þekktur sem P. Diddy.

Söngvarinn Justin Bieber er sagður eiga um sárt að binda þessa dagana eftir að gefin var ákæra á hendur tónlistarmannsins Sean Combs, betur þekktur sem P. Diddy.

Mál P. Diddy hefur vakið mikla athygli á meðal almennings að undanförnu. Er honum gefið að sök að hafa beitt fjölda fólks grófu kynferðisofbeldi um margra áraskeið og neytt það til ýmissa kynlífsathafna.

Eiga sína sögu

Bieber og P. Diddy eru sagðir hafa verið nánir vinir á árum áður, sérstaklega á þeim árum sem Bieber skaust fyrst upp á stjörnuhimininn, en að upp úr vinskapi þeirra hafi flosnað með tímanum. Þeir hafi þó alltaf átt í samskiptum við og við í gegnum tíðina, þá aðallega um það sem sneri að og tengdist tónlist og lagasmíð.   

„Justin er á erfiðum stað andlega núna,“ er haft eftir heimildamanni Biebers. Fréttamiðillinn Page Six greinir frá.

„Hann á sína sögu með Diddy og þessar ásakanir hafa reynst honum erfiðar til úrvinnslu.“ 

Draugar fortíðarinnar banka upp á

Nöfn fjölda Hollywood-stjarna hafa verið nefnd í tengslum við svokölluð „P. Diddy-partí“ og því haldið fram að grófar kynlífsathafnir hafi spilað stóran þátt í partíunum sem gestkomandi hafi beint eða óbeint verið neyddir til þátttöku í. Kynsvallið hafi svo í einhverjum tilfellum verið myndað og eru stjörnur tónlistarheimsins sagðar súpa hveljur yfir möguleikanum á því að til séu kynlífsmyndbönd af þeim sem gerð verði opinber á einhverjum tímapunkti.

„Þetta er fortíð hans og hann vill skilja þetta eftir þar,“ segir heimildamaður Biebers og tekur það fram að síðustu ár hafi Bieber einbeitt sér mest að sér sjálfum og fjölskyldunni. Ekki síst undanfarna mánuði, eða frá því frumburður hans og eiginkonu hans, Hailey Bieber, kom í heiminn. 

„Hamingja hans í föðurhlutverkinu hefur samt sem áður vegið þyngra en áhyggjurnar af Diddy.“ 

mbl.is