Katrín geislandi í óvæntri heimsókn

Kóngafólk | 10. október 2024

Katrín geislandi í óvæntri heimsókn

Katrín prinsessa af Wales fylgdi eiginmanni sínum, Vilhjálmi Bretaprins, til Southport í heimsókn til fjölskyldna barna sem myrt voru í hnífaárás í sumar.

Katrín geislandi í óvæntri heimsókn

Kóngafólk | 10. október 2024

Katrín prinsessa af Wales og Vilhjálmur Bretaprins heimsóttu Southport í …
Katrín prinsessa af Wales og Vilhjálmur Bretaprins heimsóttu Southport í dag. AFP/Danny Lawson

Katrín prinsessa af Wales fylgdi eiginmanni sínum, Vilhjálmi Bretaprins, til Southport í heimsókn til fjölskyldna barna sem myrt voru í hnífaárás í sumar.

Katrín prinsessa af Wales fylgdi eiginmanni sínum, Vilhjálmi Bretaprins, til Southport í heimsókn til fjölskyldna barna sem myrt voru í hnífaárás í sumar.

Þykir það koma nokkuð á óvart að Katrín hafi komið með, en þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í opinberri heimsókn eftir að hún lauk lyfjameðferð við krabbameini. 

BBC greinir frá og segir að Katrín hafi ákveðið sjálf að koma með til að styðja við samfélagið.

Auk þess að eiga einkafund með fjölskyldum barnanna ræddu þau einnig við viðbragðsaðila sem voru á staðnum í sumar.

Katrín prinsessa ákvað að koma með í heimsóknina til að …
Katrín prinsessa ákvað að koma með í heimsóknina til að sýna fjölskyldum barnanna samhug. AFP/Danny Lawson

Greindist með krabbamein fyrr á árinu

Katrín greindist með krabbamein fyrr á þessu ári og hefur verið í veikindaleyfi síðan þá. Hefur hún aðeins látið sjá sig á fáum viðburðum síðustu vikur. Frá því að hún lauk meðferð hefur hún byrjað að taka að sér fleiri verkefni.

Heimsókn hjónanna til Southport í dag var ætlað að sýna samfélaginu að konungsfjölskyldan sé ekki búin að gleyma þeim og því voðaverki sem framið var þar í sumar. 

Alice Dasilva Agui­ar, níu ára, Bebe King, sex ára og Elsie Dot Stancom­be, sjö ára, voru stungin til bana í Southport 29. júlí. Axel Rudakubana, átján ára karlmaður, er sakaður um að hafa orðið þeim að bana. Átta önn­ur börn særðust í árás­inni.

Í kjölfar árásarinnar brutust út miklar óeirðir víða um Bretland. 

Hjónin hittu viðbragðsaðila sem voru á staðnum í sumar.
Hjónin hittu viðbragðsaðila sem voru á staðnum í sumar. AFP/Danny Lawson
Katrín hefur að undanförnu tekið að sér nokkur verkefni eftir …
Katrín hefur að undanförnu tekið að sér nokkur verkefni eftir að hafa verið í veikindaleyfi meirihluta þessa árs. AFP/Danny Lawson
mbl.is