Sextán hafa fundist látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk yfir Flórída í Bandaríkjunum í gær.
Sextán hafa fundist látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk yfir Flórída í Bandaríkjunum í gær.
Sextán hafa fundist látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk yfir Flórída í Bandaríkjunum í gær.
Óttast er að fleiri eigi að finnast látnir en talið er að tugur manna hafi farist eftir skýstróka en Veðurstofa Bandaríkjanna hefur staðfest að 19 skýstrókar hafi gengið yfir Flórída-fylki í gær.
Um 2,6 milljónir manna eru enn án rafmagns en fram undan er gríðarleg vinna við hreinsunarstarf enda skildi Milton eftir sig mikla eyðileggingu víðs vegar um ríkið.
Almannavarnir Bandaríkjanna segja að þó að tjón hafi orðið minna en reiknað var með er enn flóðahætta á mörgum stöðum og hafa íbúar í Flórída verið varaðir við að fara á þau svæði sem urðu hvað mest fyrir barðinu á Milton.