Ætlar þú að drekka þennan verðlaunadrykk um helgina?

Uppskriftir | 11. október 2024

Ætlar þú að drekka þennan verðlaunadrykk um helgina?

Teitur R. Schiöth forseti Barþjónaklúbbs Íslands og kennari Kokteilaskólanum elskar fátt meira en að vera bak við barinn að gleðja gesti sína með fallegum og bragðgóðum kokteilum. Hér töfrar hann fram drykk sem hann kallar Svartafell. 

Ætlar þú að drekka þennan verðlaunadrykk um helgina?

Uppskriftir | 11. október 2024

Teitur R. Schiöth sviptir hulunni af Svartafelli.
Teitur R. Schiöth sviptir hulunni af Svartafelli. Samsett mynd

Teitur R. Schiöth forseti Barþjónaklúbbs Íslands og kennari Kokteilaskólanum elskar fátt meira en að vera bak við barinn að gleðja gesti sína með fallegum og bragðgóðum kokteilum. Hér töfrar hann fram drykk sem hann kallar Svartafell. 

Teitur R. Schiöth forseti Barþjónaklúbbs Íslands og kennari Kokteilaskólanum elskar fátt meira en að vera bak við barinn að gleðja gesti sína með fallegum og bragðgóðum kokteilum. Hér töfrar hann fram drykk sem hann kallar Svartafell. 

„Kokteillinn er nefndur eftir atviki sem átti sér stað þegar ég starfaði á Slippbarnum árið 2016. Það kom stór og mikill maður til mín, með stóran og mikinn kúrekahatt sem pantaði sér kokteil. Kom á daginn að maðurinn var enginn annar en Joe Fee, eigandi hins virta „bittera“ félags, Fee Brothers,“ segir Teitur og hlær.

Svartafell heitir kokteillinn

„Fyrir þá sem ekki vita eru „bitterar“ bitur íblöndunarefni sem oft eru notaðir til að bragðbæta kokteila. Ég gat ekki annað en staðið mig í stykkinu þar sem ég var mikill aðdáandi. Ég skapaði því kokteil sem dregur innblástur sinn af Íslandi, Ítalíu og risastórum kúreka. Í kokteilnum er íslenskt Brennivín, rabarbara bitter frá Fee Brothers, hinberjasíróp, ferskur sítrónusafi, eggjahvíta/kjúklingabaunasafi og ögn af rjóma. Kokteillinn heitir Svartafell, eftir fjallstóra kúrekanum, en glöggir hafa kannski einnig áttað sig á nafnið á ítalska líkjörnum Montenegro merkir það sama,“ segir Teitur og skálar.

Svartafell er verðlaunakokkteill úr en hann sigraði Íslensku Brennivíns keppnnina árið 2016. Drykkurinn inniheldur heimagert hindberjasíróp. 

„Hægt er að kaupa tilbúið hindberjasíróp, en útkoman er alltaf best þegar það er heimatilbúið,“ segir Teitur. 

Svartafell

  • 45 ml íslenskt Brennivín
  • 15 ml Montenegro
  • 30 ml ferskur sítrónusafi
  • 25 ml hindberjasíróp, sjá uppskrift fyrir neðan
  • 2 skvettur Fee Brothers rabarbara bitter
  • 20 ml eggjahvíta/kjúklingabaunsafi (aquafaba)
  • 1 skvetta rjómi
  • Skreytið með rifnum sítrónu-og límónuberki
  • Klaki eftir þörfum

Aðferð:

  1. Blandið öllum hráefnunum fyrir utan sítrónu eða límónu berkinum í kokteilhristara.
  2. Fyllið vel með klaka og hristið vel.
  3. Sigtið klakann frá með kokteilasigti og hristið aftur án klaka til þess að freyða upp eggjahvítuna/kjúklingabaunasafann.
  4. Sigtið í gegnum venjulegt fín sigti í kokteilaglas.
  5. Skreytið með rifna sítrónu eða límónu berkinum. 

Hindberjasíróp

  • 300 g sykur
  • 300 ml vatn
  • 300 g frosin hindber

Aðferð:

  1. Blandið sykri og vatni í pott og hitið þangað til sykurinn bráðnar.
  2. Passið að stilla helluna ekki alveg í botn því þá getur sykurinn brunnið við.
  3. Bætið við hindberjunum og hitið þangað til að berin brotna niður.
  4. Stillið á lágan hita þegar mixtúran byrjar að sjóða.
  5. Hrærið vel þangað til berin hafa leyst alveg upp.
  6. Sigtið sírópið svo í ílát.
  7. Leyfið að kólna.
  8. Sírópið endist í um það bil 3 vikur í kæli.
mbl.is