Karl III. Bretlandskóngur mun taka tvo lækna með sér í ellefu daga ferðalag til Ástralíu og Samóa eyja. Þetta verður fyrsta heimsókn hans til landa innan breska samveldisins eftir að hann varð kóngur, þetta kemur fram í umfjöllun The Times.
Karl III. Bretlandskóngur mun taka tvo lækna með sér í ellefu daga ferðalag til Ástralíu og Samóa eyja. Þetta verður fyrsta heimsókn hans til landa innan breska samveldisins eftir að hann varð kóngur, þetta kemur fram í umfjöllun The Times.
Karl III. Bretlandskóngur mun taka tvo lækna með sér í ellefu daga ferðalag til Ástralíu og Samóa eyja. Þetta verður fyrsta heimsókn hans til landa innan breska samveldisins eftir að hann varð kóngur, þetta kemur fram í umfjöllun The Times.
Kóngurinn mun því gera hlé á krabbameinsmeðferð sinni sem hann hefur verið í síðan í febrúar á þessu ári. Hann verður undir nánu eftirliti lækna og hefja meðferð að nýju eftir ferðalagið.
Yfirmaður konunglega læknateymisins Michael Dixon verður ekki einn þeirra sem ferðast með kónginum en hann er þekktur fyrir nýstárlegar hugmyndir um óhefðbundnar lækningar.
Farið verður eftir ferlum sem í stað voru þegar drottningin fór í ferðalög og ferðast verður með blóð kóngsins til þess að tryggja að rétt blóð sé til staðar ef hann þarf á blóðgjöf að halda. Þá verður öllu tilstandi stillt í hóf og séð til þess að kóngurinn fái hvíldardag og að engar veislur fari fram á kvöldin.
„Ég er viss um að læknateymið passi upp á kónginn og sjái til þess að hann ofkeyri sig ekki en hann á það til. Ég er viss um að hann færi ekki í svona ferð ef hann hefði ekki heilsu til þess,“ segir Hugo Vickers sagfræðingur og rithöfundur.
Aðrir fjölmiðlar á borð við Daily Beast hafa eftir starfsmanni hallarinnar að ferðin sé til þess að sanna að kóngurinn sé ekki dauðvona. Þá segir hann að hirðin muni aldrei segja neitt afgerandi um heilsu kóngsins fyrr en hann dettur bókstaflega dauður niður.
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá snýst þetta allt um að sanna að hann sé ekki dauðvona. En ef eitthvað kemur upp á þá mun fólk halda að hann sé það. Það má því ekkert út af bregða.“