Áskoranir í öryggismálum, samstarf á norðurslóðum og tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna voru meðal málefna sem rædd voru á fundi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra með Charles Q. Brown, formanni bandaríska herráðsins. Um var að ræða fyrstu heimsókn formanns bandaríska herráðsins til Íslands í áraraðir.
Áskoranir í öryggismálum, samstarf á norðurslóðum og tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna voru meðal málefna sem rædd voru á fundi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra með Charles Q. Brown, formanni bandaríska herráðsins. Um var að ræða fyrstu heimsókn formanns bandaríska herráðsins til Íslands í áraraðir.
Áskoranir í öryggismálum, samstarf á norðurslóðum og tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna voru meðal málefna sem rædd voru á fundi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra með Charles Q. Brown, formanni bandaríska herráðsins. Um var að ræða fyrstu heimsókn formanns bandaríska herráðsins til Íslands í áraraðir.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
„Við áttum gott samtal um þróun öryggismála og þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í dag bæði á hernaðarsviðinu og vegna margvíslegra fjölþáttaógna,” er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu í tilkynningunni.
„Fundurinn gaf gott færi á að ræða samstarf ríkjanna og þær áskoranir sem við er að eiga í öryggis- og varnarmálum í dag í ljósi innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu og vaxandi spennu í alþjóðasamskiptum. Ísland og Bandaríkin hafa verið að efla með sér samstarf á síðustu árum með áherslu á eftirlit og viðbragð á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum, sem styrkir líka öryggi allra bandalagsríkja,” lætur ráðherrann enn fremur hafa eftir sér.
Þá segir að Brown hafi heimsótt Ísland í tengslum við fund yfirmanna hermála norðurskautsríkjanna sjö sem Ísland tók að sér að halda í vikunni. Þar var rætt um þróun öryggismála og áskoranir sem tengjast loftslagsbreytingum, siglingum og hernaðarumsvifum á norðurslóðum.
Hann segir í tilkyningunni að norðurslóðirnar skipti máli, og ekki einungis í dag, heldur til framtíðar litið.
„Sem NATO-þjóðir á norðurslóðum er því afar mikilvægt að við höldum áfram okkar virka og samhenta samstarfi til að takast á við núverandi og komandi öryggisáskoranir og stuðla þannig að farsælum og öruggum norðurslóðum,“ er haft eftir Brown í tilkynningunni.
Brown fundaði jafnframt með Jónasi G. Allanssyni, skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, heimsótti öryggissvæðið í Keflavík og kynnti sér samstarf Íslands og Bandaríkjanna við kafbátaleit.