Ekki er búið að boða þingflokk Framsóknar á fund í dag né þingflokk Vinstri grænna.
Ekki er búið að boða þingflokk Framsóknar á fund í dag né þingflokk Vinstri grænna.
Ekki er búið að boða þingflokk Framsóknar á fund í dag né þingflokk Vinstri grænna.
Þetta staðfesta Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, og Halla Signý Kristjánsdóttir, varaþingflokksformaður Framsóknar, við mbl.is.
Eins og mbl.is greindi fyrst frá þá var skyndilega boðað til þingflokksfundar hjá Sjálfstæðisflokknum í Valhöll fyrr í dag sem stendur enn yfir.
Mikil ólga hefur verið á stjórnarheimilinu í þessari viku. Tveir stjórnarliðar, Óli Björn Kárason og Jón Gunnarsson, hafa sagt erindi stjórnarinnar vera komið að þrotum vegna þess að Vinstri græn vilji ekki gera meira í útlendingamálum og orkumálum.
Þegar ríkisstjórnin var endurnýjuð undir forystu Bjarna Benediktssonar var sagt að erindi ríkisstjórnarinnar væri að takast á við efnahagsmálin, útlendingamálin, orkumálin og breytingar á örorkulífeyriskerfinu.
Þar að auki eru sjálfstæðismenn og margir framsóknarmenn ekki sáttir við það að Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, skyldi hafa sagt opinberlega að hún vildi kosningar í vor án þess að ræða við formenn hinna stjórnarflokkanna.